Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 21:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum, en bú fasteignasölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí í fyrra. Í málsatvikum segir að við skoðun skiptastjóra á veltureikningi félagsins hafi fjórar millifærslur af reikningi félagsins yfir á persónulegan reikning framkvæmdastjórans vakið grunsemdir. Millifærslurnar hafi verið framkvæmdar á tímabilinu 14. maí til 29. maí 2024, daginn sem búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi var jafnframt annar stofnandi félagsins og prókúruhafi. Skuldaði öðru félagi í hans eigu Við skýrslutöku vegna skiptanna í ágúst í fyrra hafi framkvæmdastjórinn sagst meðvitaður um að gjaldþrot væri yfirvofandi í aðdraganda þess. Hann hafi aldrei verið á launaskrá hjá félaginu og ekki greitt neinum laun. Þá hafi hann ekki getað svarað því fyrir hvað millifærslurnar fjórar hafi verið. Hann hafi óskað eftir fresti til að leggja fram svör, fengið frestinn en þó engin svör gefið. Þrotabúið byggði mál sitt á því að maðurinn hafi með millifærslunum brotið lög um einkahlutafélög þar sem greiðslurnar teldust ekki til arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Þá lægi fyrir að ekki væri um launagreiðslur að ræða, þar sem framkvæmdastjórinn kvaðst aldrei hafa verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Greiðslurnar hafi öllu heldur verið óheimilar lánveitingar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi bar fyrir sig að greiðslurnar hafi ekki verið lántökur heldur hafi hann millifært peninginn inn á sinn persónulega reikning til að gera upp skuldir félagsins við annað fyrirtæki í hans eigu, hvar hann var einnig prókúruhafi. Skuld félagsins við hitt félagið hafi meðal annars verið vegna kostnaðar við markaðssetningu, skráningu og myndatöku á fasteignum og vegna vinnu við frágang á kaupsamningum. Hvergi í bókhaldinu Við málsmeðferð leit héraðsdómur til þess að millifærslurnar hefðu hvergi verið bókaðar í bókhald fasteignasölunnar og að engar skýringar hefðu borist fyrir millifærslunum fyrr en málið var höfðað. Þá taldi dómurinn þau gögn sem framkvæmdastjórinn lagði fram sér til stuðnings ekki fullnægjandi og vísaði til laga um einkahlutafélög, sem er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur einkahlutafélaga geti hagað fjármálum þeirra eins og þau séu þeirra persónulegu fjármál. Því sé óheimilt að greiða skuldir félaga án þess að það fari í gegnum bókhald þeirra og reikninga. Dómurinn mat það svo að samkvæmt ákvæðum laganna yrði að leggja til grundvallar að maðurinn hefði með millifærslunum veitt sjálfum sér lán. Honum var því, líkt og fyrr greinir, gert að endurgreiða þrotabúinu þá rúmlega 1,1 milljón sem hann lagði inn á sig með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða þrotabúinu sex hundruð þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum, en bú fasteignasölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí í fyrra. Í málsatvikum segir að við skoðun skiptastjóra á veltureikningi félagsins hafi fjórar millifærslur af reikningi félagsins yfir á persónulegan reikning framkvæmdastjórans vakið grunsemdir. Millifærslurnar hafi verið framkvæmdar á tímabilinu 14. maí til 29. maí 2024, daginn sem búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi var jafnframt annar stofnandi félagsins og prókúruhafi. Skuldaði öðru félagi í hans eigu Við skýrslutöku vegna skiptanna í ágúst í fyrra hafi framkvæmdastjórinn sagst meðvitaður um að gjaldþrot væri yfirvofandi í aðdraganda þess. Hann hafi aldrei verið á launaskrá hjá félaginu og ekki greitt neinum laun. Þá hafi hann ekki getað svarað því fyrir hvað millifærslurnar fjórar hafi verið. Hann hafi óskað eftir fresti til að leggja fram svör, fengið frestinn en þó engin svör gefið. Þrotabúið byggði mál sitt á því að maðurinn hafi með millifærslunum brotið lög um einkahlutafélög þar sem greiðslurnar teldust ekki til arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Þá lægi fyrir að ekki væri um launagreiðslur að ræða, þar sem framkvæmdastjórinn kvaðst aldrei hafa verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Greiðslurnar hafi öllu heldur verið óheimilar lánveitingar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi bar fyrir sig að greiðslurnar hafi ekki verið lántökur heldur hafi hann millifært peninginn inn á sinn persónulega reikning til að gera upp skuldir félagsins við annað fyrirtæki í hans eigu, hvar hann var einnig prókúruhafi. Skuld félagsins við hitt félagið hafi meðal annars verið vegna kostnaðar við markaðssetningu, skráningu og myndatöku á fasteignum og vegna vinnu við frágang á kaupsamningum. Hvergi í bókhaldinu Við málsmeðferð leit héraðsdómur til þess að millifærslurnar hefðu hvergi verið bókaðar í bókhald fasteignasölunnar og að engar skýringar hefðu borist fyrir millifærslunum fyrr en málið var höfðað. Þá taldi dómurinn þau gögn sem framkvæmdastjórinn lagði fram sér til stuðnings ekki fullnægjandi og vísaði til laga um einkahlutafélög, sem er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur einkahlutafélaga geti hagað fjármálum þeirra eins og þau séu þeirra persónulegu fjármál. Því sé óheimilt að greiða skuldir félaga án þess að það fari í gegnum bókhald þeirra og reikninga. Dómurinn mat það svo að samkvæmt ákvæðum laganna yrði að leggja til grundvallar að maðurinn hefði með millifærslunum veitt sjálfum sér lán. Honum var því, líkt og fyrr greinir, gert að endurgreiða þrotabúinu þá rúmlega 1,1 milljón sem hann lagði inn á sig með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða þrotabúinu sex hundruð þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira