Innlent

Flautað á lánafyrirtækin á hverjum þriðjudegi í vetur

MYND/Vilhelm

Samtökin Nýtt Ísland boða til mótmæla í dag fyrir utan bílalánafyrirtæki borgarinnar líkt og gert var í síðustu viku. Á heimasíðu samtakanna segir að stefnt sé að því að mótmæla á hverjum þriðjudegi í vetur.

Fólk er hvatt til að mæta á bílum sínum klukkan tólf hjá Íslandsbanka á Kirkjusandi og þeyta bílflautur sínar í þrjár mínútur. Síðan mun bílalestin aka á milli lánafyrirtækjanna og flauta fyrir utan hvert þeirra. Samtökin krefjast réttlátrar leiðréttingar vegna höfuðstólshækkunar bílasamninga lánafyrirtækjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×