Innlent

Verktakakostnaður stóreykst hjá utanríkisráðuneytinu

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Kostnaður við verktaka hjá utanríkisráðuneytinu hefur aukist um rúma 40 milljónir það sem af er þessu ári miðað við árið í fyrra. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, alþingismanns. Í svari ráðherrans kemur einnig fram að kostnaðaraukninguna megi nær alla rekja til EXPO 2010, heimssýningarinnar í Sjanghæ, sem Íslendingar taka þátt í.

Gunnar Bragi spurðist fyrir um kosntað við verktaka, styrkþega og sendinefndir hjá ráðuneytinu árin 2007, 2008 og það sem af er ári 2009. Kostnaður við verktaka, sem eru greiðslur vegna þjónustu- og verkkaupa, voru 107,4 milljónir árið 2007 og 103,7 milljónir árið 2008. Það sem af er ári hefur kostnaðurinn hins vegar stóraukist og nemur 144,4 milljónum króna. Það skýrist eins og áður sagði af EXPO 2010 en kostnaðurinn vegna sýningarinnar nemur alls 40,4 milljónum króna.

Kostnaður við styrki að frátöldum framlögum til þróunarmála og framlögum sem eru sérgreind í fjárlögum var 20,5 milljónir árið 2007. Í fyrra nam kosntaðurinn 22,6 milljónum og í ár hefur dregið nokkuð úr honum og nemur hann 14,7 milljónum.

Kostnaður við sendinefdnir sem ráðuneytið hefur skipað með fulltrúabréfi var sex milljónir árið 2007 og 15,4 milljónir í fyrra. Í ár hefur dregið úr honum og nemur kosnaðurinn 4,5 milljónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×