Innlent

Múlagöng lokuð í nótt

MYND/Helgi
Múlagöng verða lokuð í kvöld frá miðnætti og fram til kl 02:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er varað við hálkublettum og éljagangi á Norðurlandi eru hálkublettir og er éljagangur á Vatnsskarði og á Siglufjarðarvegi. Hálka og éljagangur er svo á Öxnadalsheiði en snjóþekja ásamt éljagangi á Víkurskarði. Á Norðausturlandi er víðast hvar hálka, snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur.

Á Austurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja og skafrenningur eru svo á Vatnsskarði eystra og á Fjarðarheiði. Hálkublettir og skafrenningur eru á Fagradal og hálka er á milli Reyðarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Ófært er um Öxi.

Á Suðausturlandi er mjög hvasst við Lómagnúp og hætta er á sandfoki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×