Fleiri fréttir

Ræða álversuppbyggingu á Bakka

Eftir hádegi fer fram umræða utan dagskrár um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík. Málshefjandi er Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, en til andsvara verður Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Umræðan hefst klukkan 13:30 og stendur í hálfa klukkustund.

Bilaður ljósleiðari á Austurlandi

Bilun hefur komið upp í ljósleiðara Mílu á Austurlandi, þar sem ljósleiðari hefur slitnað á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Ekki liggur fyrir hvað olli slitinu, en bilanagreining stendur yfir að því er fram kemur í tilkynningu frá Mílu. Viðgerðamenn eru lagðir af stað á staðinn til að skoða aðstæður og verða frekari upplýsingar gefnar þegar þær liggja fyrir.

Útlendingastofnun ekki að standa sig

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, heldur því fram að Útlendingastofnun sé ekki að beita þeim úrræðum sem hún hefur til að sporna gegn komu útlendra glæpamanna sem koma hingað gagngert til að fremja glæpi. Hann telur að þá eigi að senda umsvifalaust úr landi. Stefán var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun.

Ákvörðun Seðlabankans mjög jákvæð

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands vera mjög jákvæða. Stýrivextir lækka í dag um eitt prósentustig og verða 11%.

Íslensk kona eftirlýst í Bandaríkjunum

Lögregla í borginni Plattsburgh í New York ríki í Bandaríkjunum leitaði í nótt að Lindu Björk Magnúsdóttur, íslenskri konu sem slapp úr varðhaldi lögreglu á meðan hún beið þess að vera leidd fyrir dómara. Lögreglumenn úr borginni og frá alríkislögreglunni FBI hafa leitað að konunni sem er fjörutíu og tveggja ára gömul.

Eftirför lögreglu: Rústaði bíl foreldra sinna

Lögregla veitti ökumanni eftirför í Vesturbæ Reykjavíkur í um klukkan hálfþrjú í nótt. Maðurinn hafði neitað að verða við beiðni lögreglu um að stöðva bílinn og ók hann þess í stað á fullri ferð í burtu. Lögreglumenn hófu þá eftirför sem lauk stuttu seinna með því að bíllinn fór útaf og hafnaði á tveimur ljósastaurum.

Árni síðastur til að skrá sig

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tilkynnti Alþingi á þriðjudag að hann hefði enga fjárhagslega hagsmuni sem þyrfti að skrá á vef þingsins.

Lagt til að löggæsla verði flutt frá ríkislögreglustjóra

Lögregluembættum verður fækkað úr fimmtán í níu, embætti ríkislögreglustjóra verður stjórnsýslustofnun og yfirmönnum í lögreglu verður fækkað verulega, nái tillögur starfshóps dómsmálaráðuneytisins fram að ganga. Þær miða að því að ná fram hagræðingu og sparnaði hjá lögreglunni í landinu.

Reynir fyrst við Jón Ásgeir

Nýja Kaupþing mun reyna í þaula að semja við eigendur 1998, eignarhaldsfélags Haga, um endurskipulagningu fyrirtækisins áður en leitað verður til annarra mögulegra fjárfesta.

Nær 300 prósenta verðmunur á rauðum eplum

Mestur munur er á verði á ávöxtum og grænmeti í nýrri verðkönnun ASÍ. Í þeim vöruflokki er verðmunur að meðaltali um eða yfir 100 prósent. Mestur var hann á rauðum eplum sem reyndust ódýrust í Nettó á 129 krónur kílóið en dýrust í 10-11 á 499 krónur kílóið, munurinn eru 287 prósent.

Hrunið skilur eftir úrgang í þjóðgarði

Gróður í friðlandi þjóðgarðsins við Þingvallavatn liggur undir skemmdum á sumarhúsalóð Ágústs Guðmundssonar við Þingvallavatn. Ágúst, sem kenndur er við fyrirtækið Bakkavör og eignarhaldsfélagið Existu, keypti lítið sumarhús úr timbri á Valhallarstíg í apríl 2006.

Kærði ákvörðun um framsal

Karlmaður frá Srí Lanka hefur kært ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um framsal til Þýskalands til héraðsdóms. Framsalið er til fullnustu refsidóms sem maðurinn hlaut í Þýskalandi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann er búinn að afplána hluta refsingar. Hann hefur dvalið hér á landi í sumar, en framsalsbeiðni kom fram undir haust.

Börn fá gefins endurskinsvesti

Í vikunni mun öllum grunnskólabörnum í fyrsta til þriðja bekk í Reykjavík verða færð endurskinsvesti að gjöf frá borginni. Um er að ræða stærsta umferðaröryggisátak sem ráðist hefur verið í í þágu skólabarna í borginni, að því er segir í tilkynningu.

Styrkja félag karla með krabbamein

Allur ágóði af af klippingu og litun renna til Framfarar, félags karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli á styrktardegi hárgreiðslustofunnar 101 hárhönnun sem haldinn verður á morgun.

Dæmdum nauðgara sleppt

Karlmanni, sem dæmdur var í sumar fyrir hrottalega nauðgun, var sleppt að gengnum dómi Hæstaréttar í gær. Hæstiréttur sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem úrskurðað hafði manninn í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans gengi í Hæstarétti, ekki þó lengur en til 22. desember.

Skoða sex mál tengd hruninu

„Við erum að skoða mörg mál sem varða hugsanlega ríkisaðstoð. Þar á meðal eru mál tengd peningamarkaðssjóðum bankanna,“ segir Per Sande­rud, forseti stjórnar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Forseti Alþingis fundar í Brussel

Forseti Alþingis, þingmenn og starfsmenn Alþingis funduðu í gær með fulltrúum Evrópusambandsins í Brussel í Belgíu.

Hefur sóað kröftum og lífi hersveita

Hamid Karzai mun ekki takast að hemja spillingu í Afganistan. Ríkisstjórn hans hefur sóað kröftum og lífi hersveita bandalagsríkjanna undanfarin ár og mistekist að koma á fót stofnunum sem geta sinnt þörfum afgönsku þjóðarinnar.

Tólf milljóna króna afgangur á rekstri

Endurskoðuð fjárhags­áætlun Dalabyggðar gerir ráð fyrir 12,1 milljónar króna afgangi á rekstri sveitarfélagsins í ár. Um 49 milljóna króna viðsnúningur hefur orðið á rekstrinum frá því fjárhagsáætlun var samþykkt með 37 milljóna króna halla.

Skattalegar ástæður

„Þessi fyrirtæki eru hér af skattalegum ástæðum, þau greiða minni skatta en ef þau væru í Bretlandi,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, hdl., sem á sæti í stjórnum DMG Lending og DMG Investments á Íslandi. Hann segir að starfsemi DMG fyrirtækjanna á Íslandi snúist um lánveitingar milli fyrirtækja innan DMG-samstæðunnar.

Framkvæmd fyrir fimmtíu milljarða

Fulltrúar tuttugu lífeyrissjóða skrifuðu undir viljayfirlýsingu við heilbrigðisráðuneytið, fyrir hönd ríkisvaldsins, í gær, um nýjan Landspítala. Hún felur í sér að sjóðirnir koma að fjármögnun og undirbúningi við byggingu nýs spítala. Sjóðirnir tuttugu eru með 83,22 prósent af heildareignum íslenskra lífeyrissjóða.

Ráðinn til þingflokks VG

Bergur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hann hóf störf um mánaðamótin. Bergur er umhverfisefnafræðingur frá Háskólanum í Osló og hefur síðastliðin þrjú ár starfað sem framkvæmdastjóri Landverndar. Þar áður starfaði hann við heilbrigðiseftirlit á Suðurnesjum.

Hafði áður hlotið dóma

Karlmaður sem dæmdur var í héraðsdómi í fyrradag í fimmtán mánaða fangelsi og til að greiða 93 milljónir króna í sekt vegna skattsvika hefur áður hlotið aðra dóma, meðal annars vegna brota á lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Tilkynnt um þrjú innbrot

Þrjú innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgar­svæðinu í gærmorgun. Brotist var inn í Sjónvarpsmiðstöðina í Síðumúla um klukkan tvö um nótt, en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið þaðan. Maður var handtekinn í kjölfarið grunaður um innbrotið.

Gistinætur færri en í fyrra

Gistinóttum á hótelum í september í ár fækkaði um 2 prósent miðað við sama tíma í fyrra, úr 122.500 í 120.500. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum, nema á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu.

Ráðist á hersveitir talibana

Um 40 vígamenn talibana hafa fallið síðustu daga í hörðum bardögum við pakistanska herinn í Suður-Waziristan við landamæri Pakistans og Afganistans. Þar af féllu tíu í hörðum götubardögum í borginni Ladha, einu af þremur helstu vígjum talibana og hryðjuverkasamtakanna Al Kaída í héraðinu.

Kennir Bandaríkjamönnum að soðsteikja lambaskanka

Kokkurinn Sheryl Julian kennir Bandaríkjamönnum að soðsteikja lambaskanka á vefútgáfu blaðsins Boston Globe. Í greininni segist hún hafa verið hrifnari af ameríska lambinu, þá helst vegna þess að hún vilji styðja innlenda framleiðslu. Hún bregður þó út af vananum og eldar íslenska lambið í þetta skiptið.

Sportbát og tveimur vélhjólum stolið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að sportbáti sem var stolið í sumar. Báturinn er af gerðinni Quick Silver en hann var tekinn úr Reykjadal við Reykjaflöt. Þá leitar lögreglan einnig að auðþekkjanlegu mótorhjóli. Það er rautt á litinn og er af gerðinni American Ironhors Texas Chopper, skráningarnúmer VH983. Því var stolið úr Rósarima í Reykjavík í sumar.

Dæmdur nauðgari laus vegna dráttar á upplýsingum

Hæstiréttur hefur úrskurðað að Eugenio Daudo Silva Chipa, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega nauðgun, verði ekki gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans í Hæstarétti líkt og farið var fram á. Ástæðan er dráttur á upplýsingum frá héraðsdóminum sem var óskað eftir í sumar.

McDonalds vill ekki koma aftur - of flókið rekstrarumhverfi

Forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar McDonalds, segjast ekki hafa neinar fyrirætlanir um að snúa aftur til Íslands eftir að þremur McDonalds stöðum var lokað nú um mánaðamótin. Þetta kemur fram á fréttasíðunni Foodweek.com.au.

Umferðaróhapp við Gullinbrú

Umferðaróhapp varð fyrir stundu við Gullinbrú. Sjúkrabíll hefur verið sendur á vettvang. Samkvæmt varðstjóra eru tildrög slyssins enn óljós og ekki hægt að gefa nánari upplýsingar að svo stöddu.

Tafir á Helguvík skaða Orkuveituna

Orkuveita Reykjavíkur sér fram á hundruð milljóna króna kostnaðarauka vegna tafa á Helguvíkurverkefninu og rekur hluta tjónsins til aðgerða ríkisstjórnarinnar. Óvissa um Suðvesturlínur og orkuskatta veldur því að Orkuveitan getur ekki staðfest pöntun á Mitzubishi-aflvélum frá Japan og reynir nú að mæta tafakostnaði með hærra orkuverði frá Norðuráli.

Staðgreiðsla allt að 50 prósent á næsta ári

Staðgreiðsla skatta verður allt að 50 prósent á næsta ári. Fjármálaráðherra segir að hækka verði skatta meira nú en ella hefði þurft, ef fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki rústað skattkerfinu.

Meintir mansalsmenn áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjanses að 6 karlmenn, 5 Litháar og 1 Íslendingur, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á ætluðu mansali og skipulagðri glæpastarfsemi yrðu úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í allt að tvær vikur.

Árni búinn að skila inn uppgjöri

„Ég sendi inn í sumar en svo kom í ljós að það hafði ekki skilað sér þannig ég sendi þetta aftur í gær,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen, en Vísir greindi frá því fyrr í dag að að hann væri eini þingmaðurinn sem hefði ekki skilað inn fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar vegna þátttöku í prófkjöri eða forvali vegna þingkosninga í vor.

Lögreglan óskar eftir vitni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitni að umferðaróhappi sem varð á Gullinbrú í Reykjavík á fjórða tímanum í gær. Þá var hvítum jepplingi af gerðinni Hyundai Tucson, skráningarnúmer OM484, ekið á ljósastaur en bíllinn var á suðurleið.

Árni skilaði einn ekki uppgjöri

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er eini þingmaðurinn sem skilaði ekki inn fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar vegna þátttöku í prófkjöri eða forvali vegna þingkosninganna í vor.

Hælisbeiðni Hosmany hafnað

Útlendingastofnun hefur hafnað hælisumsókn brasilíska lýtalæknisins Hosmany Ramos. Hann hyggst kæra niðurstöðuna. Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið tekur innan skamms afstöðu til beiðni yfirvalda í Brasilíu sem vilja að Hosmany verði framseldur til heimalandsins.

Samninganefnd vegna ESB skipuð

Utanríkisráðherra hefur skipað samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Sjá næstu 50 fréttir