Innlent

Dæmdur nauðgari laus vegna dráttar á upplýsingum

Hæstiréttur hefur úrskurðað að Eugenio Daudo Silva Chipa, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega nauðgun, verði ekki gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans í Hæstarétti líkt og farið var fram á. Ástæðan er dráttur á upplýsingum frá héraðsdóminum sem var óskað eftir í sumar.

Þá óskaði ríkissaksóknari eftir dómsgerð í máli Eugenio en gögnin hafa ekki borist frá héraðsdómnum. Nú er fjórir mánuðir síðan óskað var eftir gögnunum.

Svo segir í úrskurði Hæstaréttar Íslands: „Engin haldbær skýring er komin fram á þessum drætti. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að málið er ekki komið á dagskrá Hæstaréttar."

Verður manninum því sleppt lausum en honum er hinsvegar gert að sæta farbanni til 22. desember.

Maðurinn var dæmdur í júlí fyrir að nauðga konu hrottalega í byrjun maí. Nauðgunin átti sér stað í húsasundi í Hafnarfirði. Þar hélt hann konunni fanginni og nauðgaði henni. Hann reif einnig í hár stúlkunnar og lamdi höfuð hennar í steinvegg og fróaði sér yfir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×