Innlent

Internet og hiti í strætóskýli

Strætóskýlið hjá Þjóðminjasafninu og Háskóla Íslands við Hringbraut hefur nú verið upphitað og upplýst.

„Ný byltingarkennd tækni er notuð til að glæða það lífi með rafmagnaðri ljósadýrð auk þess sem þráðlaust net er í skýlinu í boði Símans. Má með sanni segja að hér hafi gamall draumur ræst en kaldir og slæptir stúdentar hafa um árabil látið sig dreyma um upphitað skýli á þessum stað," segir í tilkynningu frá Orkusölunni um breytta strætóskýlið sem var tekið í notkun í gær. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×