Innlent

Skoða sex mál tengd hruninu

Per Sanderud Fjölmörg mál tengd fjármálakreppunni í Evrópu hafa komið inn á borð ESA, segir forseti stjórnar Eftirlitsstofnunar EFTA. Fréttablaðið/Anton
Per Sanderud Fjölmörg mál tengd fjármálakreppunni í Evrópu hafa komið inn á borð ESA, segir forseti stjórnar Eftirlitsstofnunar EFTA. Fréttablaðið/Anton

„Við erum að skoða mörg mál sem varða hugsanlega ríkisaðstoð. Þar á meðal eru mál tengd peningamarkaðssjóðum bankanna,“ segir Per Sande­rud, forseti stjórnar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Sanderud og aðrir starfsmenn ESA funduðu í gær með íslenskum ráðamönnum um ýmis álitamál, þar af um sex sem tengjast hruni fjármálakerfisins. Þá tengjast önnur mál gömlu íslensku bönkunum sem erlendir kröfuhafar hafa sent inn í tengslum við setningu neyðarlaganna.

Fundað verður aftur í dag. Starfsmenn ESA koma hingað til lands einu sinni á ári og fara þá með ráðamönnum yfir gögn sem tengjast þeim álitamálum sem til skoðunar eru hjá ESA.

Fjögur fjármálafyrirtæki sem ráku eigin peningamarkaðssjóði kvörtuðu til ESA í vor en þau telja samkeppnisbrot hafa verið framið þegar stóru bankarnir þrír keyptu skuldabréf úr peningasjóðum sínum í október í fyrra. Bankarnir voru í ríkiseigu þegar þeir keyptu bréfin.

Erfitt er að meta hvenær niðurstöðu er að vænta, að sögn Sanderuds.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×