Útlendingastofnun ekki að standa sig Magnús Már Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2009 10:08 Stefán Eiríksson. Mynd/Pjetur Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, heldur því fram að Útlendingastofnun sé ekki að beita þeim úrræðum sem hún hefur til að sporna gegn komu útlendra glæpamanna sem koma hingað gagngert til að fremja glæpi. Hann telur að þá eigi að senda umsvifalaust úr landi. Stefán var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Stefán er sannfærður um að hægt sé að gera meira til að koma í veg fyrir flæði erlendra glæpamanna til landsins. „Ég hef gagnrýnt það að útlendingastofnun sé ekki að beita þeim heimildum sem stofnunin hefur gagnvart glæpamönnum, jafnvel borgurum EES-ríkja, sem að eru hingað komnir eingöngu í þeim tilgangi til að fremja brot. Ég tel að útlendingastofnun geti gert miklu betur og unnið miklu hraðar í þessu málum," sagði lögreglustjórinn. Útlendingastofnun getur vísað umræddum einstaklingum úr landi, að mati Stefáns. „Þetta á ekki að flækjast neitt fyrir mönnum. Það er ákvörðun sem við tökum sem sjálfstætt og fullvalda ríki hverjir eru óæskilegir hér á þessu svæði." Stefán benti á að útlendingalöggjöfin hér á landi sé sambærileg við þá í Danmörku og Noregi. Hann tók nýlegt dæmi frá Danmörku af manni sem kom frá ESB-ríki eingöngu til landsins til að fremja þar afbrot og var handtekinn fyrir búðarhnupl. Stefán sagði að danskir dómstólar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að vísa manninum úr landi á þeim forsendum að hann hefði komið til Danmerkur einungis til að brjóta af sér. Þetta vill lögreglustjórinn að sé gert í sambærilegum málum hér sem upp koma hér á landi. Undanfarið hefur verið rætt um nauðsyn þess að Ísland segi sig frá Schengen-samstarfinu og taka í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður. Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða ályktuðu nýverið til að mynda nýverið um málið. Stefán vill heldur að yfirvöld nýti þær heimildir sem eru nú þegar til staðar. „Við eigum að byrja á því að fullnýta þær heimildir sem við höfum samkvæmt íslenskum lögum áður en við förum að velta fyrir okkur að segja okkur úr alþjóðasamstarfi," sagði Stefán. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, heldur því fram að Útlendingastofnun sé ekki að beita þeim úrræðum sem hún hefur til að sporna gegn komu útlendra glæpamanna sem koma hingað gagngert til að fremja glæpi. Hann telur að þá eigi að senda umsvifalaust úr landi. Stefán var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Stefán er sannfærður um að hægt sé að gera meira til að koma í veg fyrir flæði erlendra glæpamanna til landsins. „Ég hef gagnrýnt það að útlendingastofnun sé ekki að beita þeim heimildum sem stofnunin hefur gagnvart glæpamönnum, jafnvel borgurum EES-ríkja, sem að eru hingað komnir eingöngu í þeim tilgangi til að fremja brot. Ég tel að útlendingastofnun geti gert miklu betur og unnið miklu hraðar í þessu málum," sagði lögreglustjórinn. Útlendingastofnun getur vísað umræddum einstaklingum úr landi, að mati Stefáns. „Þetta á ekki að flækjast neitt fyrir mönnum. Það er ákvörðun sem við tökum sem sjálfstætt og fullvalda ríki hverjir eru óæskilegir hér á þessu svæði." Stefán benti á að útlendingalöggjöfin hér á landi sé sambærileg við þá í Danmörku og Noregi. Hann tók nýlegt dæmi frá Danmörku af manni sem kom frá ESB-ríki eingöngu til landsins til að fremja þar afbrot og var handtekinn fyrir búðarhnupl. Stefán sagði að danskir dómstólar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að vísa manninum úr landi á þeim forsendum að hann hefði komið til Danmerkur einungis til að brjóta af sér. Þetta vill lögreglustjórinn að sé gert í sambærilegum málum hér sem upp koma hér á landi. Undanfarið hefur verið rætt um nauðsyn þess að Ísland segi sig frá Schengen-samstarfinu og taka í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður. Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða ályktuðu nýverið til að mynda nýverið um málið. Stefán vill heldur að yfirvöld nýti þær heimildir sem eru nú þegar til staðar. „Við eigum að byrja á því að fullnýta þær heimildir sem við höfum samkvæmt íslenskum lögum áður en við förum að velta fyrir okkur að segja okkur úr alþjóðasamstarfi," sagði Stefán. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira