Innlent

Íslensk kona eftirlýst í Bandaríkjunum

Lögregla í borginni Plattsburgh í New York ríki í Bandaríkjunum leitaði í nótt að Lindu Björk Magnúsdóttur, íslenskri konu sem slapp úr varðhaldi lögreglu á meðan hún beið þess að vera leidd fyrir dómara. Lögreglumenn úr borginni og frá alríkislögreglunni FBI hafa leitað að konunni sem er fjörutíu og tveggja ára gömul.

Konan var handtekin í Bandaríkjunum fyrir að vera ólöglegur innflytjandi en hún var að koma yfir landamærin frá Kanada þegar hún var stöðvuð. Staðarblaðið í Plattsburgh segir að svo virðist vera sem konan hafi beðið um að fara á salernið og látið sig hverfa þaðan. Stjórnvöld segja að konan sé ekki hættuleg en leitinni er fram haldið.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.