Innlent

Gistinætur færri en í fyrra

Gistinóttum á hótelum í september í ár fækkaði um 2 prósent miðað við sama tíma í fyrra, úr 122.500 í 120.500. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum, nema á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu.

Gistinætur útlendinga á hótelum eru svipaðar á milli ára, en hjá Íslendingum fækkaði þeim um 8 prósent. Fyrstu níu mánuði ársins er fjöldi gistinátta svipaður og í fyrra. Athygli er vakin á því að hér er einungis átt við gistinætur á hótelum sem eru opin allt árið, ekki gistiheimilum eða hótelum sem opin eru hluta ársins.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×