Innlent

Úttektirnar námu á annað hundrað milljónum króna

greiðslukort Skattrannsóknarstjóra tókst að hafa uppi á eigendum erlendra korta sem notuð voru til kaupa á vörum og þjónustu.
greiðslukort Skattrannsóknarstjóra tókst að hafa uppi á eigendum erlendra korta sem notuð voru til kaupa á vörum og þjónustu.

Úttektir á erlend greiðslukort hér á landi, sem nú eru til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna skattsvika, nema samtals á annað hundrað milljónum króna.

Skattrannsóknarstjóri sendi efnahagsbrotadeildinni fjórtán kærur. Nítján manns hafa verið boðaðir í skýrslutöku í kjölfar húsleita á fjórtán heimilum og í fimm fyrirtækjum vegna rannsóknarinnar.

Málið snýst um að hópur Íslendinga hafi notað erlend greiðslukort til að greiða fyrir vörur og þjónustu hér á landi. Jafnframt hafi verið um úttektir úr hraðbönkum að ræða. Úttektirnar hafi verið greiddar með tekjum sem ekki hafi verið gefnar upp til skatts hér og þar með sé um skattsvik að ræða. Kortin eru flest skráð í Lúxemborg. Flest höfðu verið notuð í um ár, en sum í allt að tvö ár.

Skattrannsóknastjóri sendi efnahagsbrotadeild einungis þau mál þar sem tekist hafði að hafa uppi á notendum með því að hafa samband við seljendur vöru og þjónustu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er meðal annars um að ræða athafnafólk úr byggingariðnaði og útgerð, auk fleiri sviða athafnalífsins.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×