Innlent

Lögreglan óskar eftir vitni

Lögreglan óskar eftir vitni að umferðaróhappi sem varð á Gullinbrú á fjórða tímanum í gær.
Lögreglan óskar eftir vitni að umferðaróhappi sem varð á Gullinbrú á fjórða tímanum í gær.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitni að umferðaróhappi sem varð á Gullinbrú í Reykjavík á fjórða tímanum í gær. Þá var hvítum jepplingi af gerðinni Hyundai Tucson, skráningarnúmer OM484, ekið á ljósastaur en bíllinn var á suðurleið.

Þeir sem urðu vitni að óhappinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Völuteigi 8 í Mosfellsbæ í síma 444-1190 á skrifstofutíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×