Innlent

Kennir Bandaríkjamönnum að soðsteikja lambaskanka

Lambaskankar.
Lambaskankar.

Kokkurinn Sheryl Julian kennir Bandaríkjamönnum að soðsteikja lambaskanka á vefútgáfu blaðsins Boston Globe. Í greininni segist hún hafa verið hrifnari af ameríska lambinu, þá helst vegna þess að hún vilji styðja innlenda framleiðslu. Hún bregður þó út af vananum og eldar íslenska lambið í þetta skiptið.

Sheryl skrifað að hún hafi óttast að íslensku lambaskankarnir gætu verið jafn bragðlausir og þeir nýsjálensku. Þess vegna blandaði hún smá rauðvíni og tómötum út í pottinn og hægeldaði matinn í tvær klukkustundir.

Niðurstaða Sheryl var jákvæð, hún segir að skankarnir hafi komið henni þægilega á óvart. Hún lætur svo uppskriftina fylgja með en mörg hundruð þúsund manns lesa vefinn á degi hverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×