Innlent

Ráðist á hersveitir talibana

Um 40 vígamenn talibana hafa fallið síðustu daga í hörðum bardögum við pakistanska herinn í Suður-Waziristan við landamæri Pakistans og Afganistans. Þar af féllu tíu í hörðum götubardögum í borginni Ladha, einu af þremur helstu vígjum talibana og hryðjuverkasamtakanna Al Kaída í héraðinu.

Undanfarnar vikur hafa hersveitir ríkisstjórnarinnar ráðist gegn sveitum talibana í Suður-Waziristan og þrengt að talibönum, sem hafa verið allsráðandi innan héraðsins. Vígamenn talibana hafa hefnt með hryðjuverkaárásum víða um Pakistan.- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×