Innlent

Styrkja félag karla með krabbamein

Allur ágóði af af klippingu og litun renna til Framfarar, félags karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli á styrktardegi hárgreiðslustofunnar 101 hárhönnun sem haldinn verður á morgun.

„Við ákváðum það fyrir nokkru að styrkja gott málefni með því að gefa vinnu okkar. Við höfðum fylgst með söfnunum til handa langveikum börnum og konum með brjóstakrabbamein en fannst vanta að sjónum væri beint að körlum," segir Sigurbjörg Sandra Olgeirsdóttir, einn eigenda stofunnar. „Við höfum sett markið á þrjúhundruð þúsund en svo verðum við bara að sjá hvernig bókast."

Sigurbjörg segir vel koma til greina að halda sams konar dag á hverju ári og skorar á aðrar hárgreiðslustofur að gera slíkt hið sama.- ve




Fleiri fréttir

Sjá meira


×