Innlent

Ræða meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands á Kirkjuþingi 2007. Mynd/ GVA.
Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands á Kirkjuþingi 2007. Mynd/ GVA.
Kirkjuþing hefst laugardaginn 7. nóvember með helgistund klukkan níu í Grensáskirkju.

Fyrir þinginu liggja að þessu sinni 27 mál. Þar á meðal eru tillögur sem varða skipulag kirkjunnar, samstarf og sameiningu prestakalla og tilfærslur á verkefnum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Kirkjunni. Þá liggur fyrir tillaga um umhverfisstefnu kirkjunnar, þar sem meðal annars lagt til hvernig unnið skuli að umhverfismálum á vegum sókna.

Þá eru lagðar fram siðareglur fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða innan kirkjunnar og tillaga að starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×