Innlent

Hafði áður hlotið dóma

Karlmaður sem dæmdur var í héraðsdómi í fyrradag í fimmtán mánaða fangelsi og til að greiða 93 milljónir króna í sekt vegna skattsvika hefur áður hlotið aðra dóma, meðal annars vegna brota á lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Málið snerti þrjú fyrirtæki, SK Smáverk ehf., Eystrasaltsviðskipti ehf. og Perluna ehf. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. nóvember 2005 var Perlan ehf. úrskurðuð gjaldþrota.

Félagið var stofnað um rekstur trésmiðju og tengdan rekstur, inn- og útflutning, heildsölu og smásölu og rekstur fasteigna og lánastarfsemi.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×