Innlent

Bilaður ljósleiðari á Austurlandi

Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum.
Bilun hefur komið upp í ljósleiðara Mílu á Austurlandi, þar sem ljósleiðari hefur slitnað á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Ekki liggur fyrir hvað olli slitinu, en bilanagreining stendur yfir að því er fram kemur í tilkynningu frá Mílu. Viðgerðamenn eru lagðir af stað á staðinn til að skoða aðstæður og verða frekari upplýsingar gefnar þegar þær liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×