Innlent

Tólf milljóna króna afgangur á rekstri

Endurskoðuð fjárhags­áætlun Dalabyggðar gerir ráð fyrir 12,1 milljónar króna afgangi á rekstri sveitarfélagsins í ár. Um 49 milljóna króna viðsnúningur hefur orðið á rekstrinum frá því fjárhagsáætlun var samþykkt með 37 milljóna króna halla.

Samkvæmt áætluninni verða heildartekjur sveitarfélagsins 673 milljónir en heildargjöldin 661 milljón.

Að sögn Gríms Atlasonar sveitarstjóra hefur verið gripið til mikilla aðhaldsaðgerða í öllum rekstrarþáttum, sem hafa skilað þessum árangri, auk þess sem samdráttur í tekjum vegna efnahagsástandsins hefur ekki orðið jafnmikill og upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×