Innlent

Ákvörðun Seðlabankans mjög jákvæð

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Jón Steindór.
Jón Steindór. Mynd/GVA
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands vera mjög jákvæða. Stýrivextir lækka í dag um eitt prósentustig og verða 11%.

„Það eru mjög jákvæðar fréttir að menn séu farnir af stað í þetta ferli. Nú þarf að taka skrefin hratt og örugglega niður á við. Auðvitað hefði maður viljað sjá meira en þetta er mjög jákvætt," segir Jón Steindór.

„Ég á vona á því að nú menn taki hvert skrefið á fætur öðru og við sjáum sem sagt fram á að við séum að ná betri tökum á þessum málum öllum," segir Jón Steindór.


Tengdar fréttir

Stýrivextir lækka um eitt prósentustig

Stýrvextir lækka í dag um eitt prósentustig, fara úr 12% og í 11%. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 9%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×