Innlent

Styrmir ræðir um viðreisnina

Í tilefni af áttatíu ára afmælis Sjálfstæðisflokksins og þess að fimmtíu ár eru frá myndun Viðreisnarstjórnarinnar efna Sjálfstæðisflokkurinn og málfundafélagið Óðinn til viðburða í Valhöll um helgina.

Í dag klukkan fjögur mun Inga Jóna Þórðardóttir fjalla um konur og sjálfstæðisstefnuna og klukkan fjögur á morgun mun Styrmir Gunnarsson

fjalla um Viðreisnarstjórnina.

Í dag og á morgun verður sýning og bókamarkaður í Valhöll og klukkan eitt á morgun verða boðnir upp fágætir munir úr sögu flokksins.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×