Innlent

Keilufellsmaður vildi bætur

Keilufell
Þar sem líkamsárásirnar áttu sér stað.
Keilufell Þar sem líkamsárásirnar áttu sér stað.

Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af bótakröfu manns sem sat í gæsluvarðhaldi í kjölfar árásar­innar í Keilufelli, þegar hópur manna réðst með barefli á átta Pólverja með þeim afleiðingum að sjö slösuðust, sumir alvarlega.

Maðurinn sem vildi sækja bætur til ríkisins ók bílnum sem flutti árásarmenn á og af vettvangi. Hann sætti þriggja vikna gæsluvarðhaldi en var ekki ákærður í málinu. Hann fór fram á ríflega eina milljón króna frá ríkinu vegna fjártjóns. Jafnframt vildi hann tvær milljónir í miskabætur. Hann fékk hvorugt. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×