Innlent

Á slysadeild eftir eld í Miðtúni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einn var fluttur á slysadeild með grun um reykeitrun eftir að kveiknaði í kjallaraíbúð í Miðtúni í Reykjavík í gærkvöldi. Töluverður eldur varð í íbúðinni og er hún óíbúðarhæf vegna reykskemmda. Tveir íbúar þurftu að fá gistingu annarsstaðar.

Þá var slökkviliðið kallað út vegna elds í blaðagámum við Skúlagötu, Hólabrekkuskóla og við Sorpu í Seljahverfi. Þá var slökkviliðið kallað úr vegna heitavatnsleka í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×