Innlent

Fannst höfuðkúpubrotinn við Hressó

Lögreglan fékk tilkynningu um blóðugan mann á Laugavegi um klukkan tvö í nótt. Hann hafði verið gestkomandi í húsi við Laugarveg og lent í átökum við húsráðanda. Húsráðandi veitti honum þá áverka með hnífi. Hann var fluttur á slysadeild en vildi enga aðstoð þiggja þar. Hann og húsráðandinn voru látnir gista fangageymslur. Mennirnir, sem eru báðir af erlendum uppruna, voru báðir mjög ölvaðir.

Stuttu síðar fannst meðvitundarlaus maður við Hressó. Hann hafði orðið fyrir líkamsárás og reyndist vera höfuðkúpubrotinn. Lögreglan fann gerandann þremur tímum síðar og var hann færður í fangageymslur.

Þá var brotist inn í bókarforlagið Bjart við Bræðraborgarstíg, en þar sáust menn bera út verðmæti úr húsnæðinu. Þeirra er nú leitað.

Þá brutust tveir ungir menn inn í þrjá strætisvagna við athafnasvæði Hagvagna í Hafnarfirði, en þeir voru að reyna að verða sér úti um skiptimynt úr strætisvögnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×