Innlent

Ögmundur vildi að bankinn héti Búnaðarbankinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Saðmaðurinn hefði eflaust verið góður í merki bankans.
Saðmaðurinn hefði eflaust verið góður í merki bankans.
„Mikið liði mér betur sem viðskiptavini hjá Búnaðarbankanum en Arion group. Hef grun um að það eigi við um fleiri," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, á vefsíðu sinni. Eins og kunnugt er var tilkynnt á föstudag um að Nýi Kaupþing skyldi heita Arion banki hér eftir.

Nafngiftin vekur athygli enda var Arion heiti á dótturfyrirtæki Nýja Kaupþings líkt og Glitnir var heiti á dótturfyrirtæki Íslandsbanka. Glitnir fór síðan í fjárfestingar sem enduðu með skelfingu, en þá var nafni bankans breytt aftur í Íslandsbanki.

Og Ögmundur velkist ekki í vafa um það hvert menn ætla með Arion. „Nafngiftin Arion - með sögu sína frá fornu fari og arfleifð hér á landi sem verðbréfafyrirtæki - segir mér hvert draumar manna á þessum bænum stefna,“ segir Ögmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×