Innlent

Varað við hálku á vegum

Vegagerðin varar við hálku á vegum, einkum á heiðum. Þannig er varað við hálku á Þingvallavegi og í raun á öllum heiðum á norðanverðu landinu, á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á firði. Á láglendi eru hálkublettir á vegum í Borgarfirði og á Mýrum. Snjór þekur vegi í Ísafjarðardjúpi og unnið að mokstri. Þá er jafnframt varað við skafrenningi á Gemlufallsheiði og éljagangi á Öxnadalsheiði, Víkurskarði og í kringum Mývatn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×