Fúsk og furðuleg umhverfisstefna 21. nóvember 2009 06:00 Vilhjálmur Egilsson Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auðlindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu. Mest segir hann bera í milli í fyrirætlunum stjórnvalda og skoðun samtakanna þegar kemur að stöðu sjávarútvegsins. „Við getum ekki sætt okkur við að sjávarútvegurinn taki á sig ríflega 3,5 milljarða í hækkun á tryggingagjaldi, veiði- og kolefnisgjaldi, en honum svo ekki gefinn starfsfriður.“ Hann bendir á að í frumvarpi landbúnaðarráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða, sé áætlað að veiða skötusel áttatíu prósent umfram ráðgjöf. „Hvaða umhverfisstefna er það að vilja ekki nýta þær auðlindir sem er nóg af en ganga á þær sem eru takmarkaðar?“ segir hann og vísar til tregðu í virkjun endurnýjanlegra orkugjafa. „Það er ekki hægt að bjóða upp á svona lagað. Þetta er svo ótrúlegt fúsk,“ segir hann. Engu að síður fagnar Vilhjálmur því að ríkisstjórnin hafi horfið frá áformum um sextán milljarða nýja varanlega orku-, kolefnis- og umhverfisskatta. „Heildartekjur af þeim eiga nú að nema 4,4 milljörðum á ári í þrjú ár, þegar þessir skattar falla niður,“ segir hann og kveður mikilvægt að í stað þeirra muni að þeim tíma liðnum koma skattlagning sem verði í samræmi við alþjóðasamninga og þróun á alþjóðlegum vettvangi. „Við reiknum með að út úr loftslagssamningunum og þeim þáttum komi skattaumhverfi sem okkar fyrirtæki geti gengið inn í, en þeim sé ekki mismunað í samanburði við erlenda keppinauta.“ Til viðbótar við þá umhverfisskatta sem stóriðjan á að greiða næstu þrjú ár bætist fyrirframgreiðsla tekjuskatts, 1,2 milljarðar króna á ári í þessi þrjú ár. Þær greiðslur segir Vilhjálmur að skiptist hlutfallslega á orkufyrirtækin, í sömu hlutföllum og gjaldið sem lagt var á kílóvattstundina. Stærstan hlut greiði Alcoa, þar á eftir komi svo Norðurál með litlu minni hlut, þá Ísal og svo Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Vilhjálmur telur að með þessum breytingum megi tryggja að áform um fjárfestingar í stóriðju og virkjunum geti gengið eftir. „Þar erum við að tala um að Helguvík geti haldið áfram af fullum krafti og líka framleiðsluaukningin í Straumsvík. Þessar framkvæmdir eru algjör lykilforsenda þess að hér verði hagvöxtur á næsta ári, en ekki kreppan, taka tvö,“ segir Vilhjálmur. olikr@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auðlindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu. Mest segir hann bera í milli í fyrirætlunum stjórnvalda og skoðun samtakanna þegar kemur að stöðu sjávarútvegsins. „Við getum ekki sætt okkur við að sjávarútvegurinn taki á sig ríflega 3,5 milljarða í hækkun á tryggingagjaldi, veiði- og kolefnisgjaldi, en honum svo ekki gefinn starfsfriður.“ Hann bendir á að í frumvarpi landbúnaðarráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða, sé áætlað að veiða skötusel áttatíu prósent umfram ráðgjöf. „Hvaða umhverfisstefna er það að vilja ekki nýta þær auðlindir sem er nóg af en ganga á þær sem eru takmarkaðar?“ segir hann og vísar til tregðu í virkjun endurnýjanlegra orkugjafa. „Það er ekki hægt að bjóða upp á svona lagað. Þetta er svo ótrúlegt fúsk,“ segir hann. Engu að síður fagnar Vilhjálmur því að ríkisstjórnin hafi horfið frá áformum um sextán milljarða nýja varanlega orku-, kolefnis- og umhverfisskatta. „Heildartekjur af þeim eiga nú að nema 4,4 milljörðum á ári í þrjú ár, þegar þessir skattar falla niður,“ segir hann og kveður mikilvægt að í stað þeirra muni að þeim tíma liðnum koma skattlagning sem verði í samræmi við alþjóðasamninga og þróun á alþjóðlegum vettvangi. „Við reiknum með að út úr loftslagssamningunum og þeim þáttum komi skattaumhverfi sem okkar fyrirtæki geti gengið inn í, en þeim sé ekki mismunað í samanburði við erlenda keppinauta.“ Til viðbótar við þá umhverfisskatta sem stóriðjan á að greiða næstu þrjú ár bætist fyrirframgreiðsla tekjuskatts, 1,2 milljarðar króna á ári í þessi þrjú ár. Þær greiðslur segir Vilhjálmur að skiptist hlutfallslega á orkufyrirtækin, í sömu hlutföllum og gjaldið sem lagt var á kílóvattstundina. Stærstan hlut greiði Alcoa, þar á eftir komi svo Norðurál með litlu minni hlut, þá Ísal og svo Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Vilhjálmur telur að með þessum breytingum megi tryggja að áform um fjárfestingar í stóriðju og virkjunum geti gengið eftir. „Þar erum við að tala um að Helguvík geti haldið áfram af fullum krafti og líka framleiðsluaukningin í Straumsvík. Þessar framkvæmdir eru algjör lykilforsenda þess að hér verði hagvöxtur á næsta ári, en ekki kreppan, taka tvö,“ segir Vilhjálmur. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira