Innlent

Kominn af slysadeild eftir eldsvoða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn reykhreinsa húsnæði. Athugið að myndin tengist fréttinni óbeint. Mynd/ Valgarður.
Slökkviliðsmenn reykhreinsa húsnæði. Athugið að myndin tengist fréttinni óbeint. Mynd/ Valgarður.
„Það er allt í sóti og skít," segir Hörður Sigurðsson, íbúi í Miðtúni í Reykjavík, sem var fluttur á slysadeild í gærkvöld eftir að það kviknaði í kjallaraíbúð í húsinu sem hann býr í. Hörður segist leigja herbergi í íbúðinni, en þar leigi einnig tveir aðrir.

Íbúðin er hins vegar óíbúðarhæf um sinn vegna reykskemmda. „Ég er bara hérna hjá ættingjum," segir Hörður. Hann segir heilsuna vera góða þrátt fyrir allt. „Þetta slapp allt til," segir Hörður.

Hörður segir að rannsókn á upptökum eldsins sé ekki hafin.


Tengdar fréttir

Á slysadeild eftir eld í Miðtúni

Einn var fluttur á slysadeild með grun um reykeitrun eftir að kveiknaði í kjallaraíbúð í Miðtúni í Reykjavík í gærkvöldi. Töluverður eldur varð í íbúðinni og er hún óíbúðarhæf vegna reykskemmda. Tveir íbúar þurftu að fá gistingu annarsstaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×