Innlent

Hundaníð: Óhugnalegt að fólk skuli gera svona

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóna Th. Viðarsdóttir segir málið óhugnarlegt.
Jóna Th. Viðarsdóttir segir málið óhugnarlegt.
„Þetta er svo mikill óhugnaður að það skuli hvarfla að einhverjum að gera svona," segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands.

Eins og fram kom á Vísi í morgun fannst illa leikin tík við Vesturvör í Kópavogi í gær. Svo virðist sem illa innrættir aðilar hafi grafið hana undir steinum og öðru fargi. Athugull vegfarandi sem var á gangi með hund sinn kom svo tíkinni til bjargar.

Jóna segist kannast við að svipuð atvik hafi gerst áður. „Ég veit ekki alveg hvað fólki gengur til. Ef hundræflarnir fara eitthvað í taugarnar á því að þá er hægt að leysa málin á annan hátt en þennan," segir Jóna.

„Hvort sem það er hundafólk eða ekki, þá held ég að fólki sé verulega brugðið þegar að það heyrir svona lagað," segir Jóna.






Tengdar fréttir

Tíkin að jafna sig

Tíkin sem fannst urðuð við Vesturvör í Kópavogi í gær er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum í Víðidal. Komið var með tíkina eftir að hún hafði verið urðuð lifandi, en hún hafði hlaupist á brott frá eigandanum í fyrrakvöld.

Hundur urðaður lifandi

Hundur sem týndist frá Kársnesbraut í fyrrakvöld fannst urðaður lifandi á Vesturvör í Kópavogi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi hafði gangandi vegfarandi fundið hundinn og komið honum undan því fargi sem lá ofan á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×