Innlent

Ályktun læknaráðs: Hlífið spítalanum

Á almennum fundi læknaráðs Landspítala var í dag fjallað um rekstur og fjárveitingar til Landspítalans en þar kom fram að spítalinn hefur átt undir högg að sækja.

Ljóst er að segja þarf upp starfsfólki og skerða þjónustu verði af fyrirhuguðum samdrætti spítalans upp á þrjá milljarða sem er um 9 prósent skerðing á rekstri spítalans.

Þá segir í ályktun frá læknaráði Landspítalans að þegar kreppir að þurfa stjórnvöld að líta til þess hvaða þættir ríkiskerfisins eru almenningi mikilvægastir til lengri tíma litið og þeim ber að hlífa eins og kostur er.

Þá er einnig bent á að jafnvel í góðærinu hafi fjárveitingar frá hinu opinbera lækkað.

Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×