Innlent

Kominn í öndunarvél eftir fall á steypustyrktarjárn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður á fertugsaldri sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir í nótt með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er kominn á gjörgæsludeild. Þar er honum haldið sofandi í öndunarvél, alvarlega slösuðum.

Steypustyrktarjárnin festust í líkama mannsins og saga þurfti þau í sundur með slípirokk til þess að hægt væri að koma honum undir læknishendur.

Hann var svo fluttur með þyrlu á slysadeild í Reykjavík.






Tengdar fréttir

Enn í aðgerð eftir fall á steypustyrktarjárn

Maðurinn sem féll ofan í byggingagrunn með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er enn í aðgerð, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er alvarlega slasaður. Maðurinn var í sumarbústað á Flúðum þegar óhappið varð. Það tókst að losa manninn af steypustyrktarjárninu og var hann fluttur með þyrlu á Landspítalann.

Féll í grunn og fékk sjö steypustyrktarjárn í líkamann

Karlmaður á fertugsaldri slasaðist alvarlega á Flúðum þegar að hann féll ofan í grunn á viðbyggingu og lenti á steypustyrktarjárnum. Lögreglan á Selfossi telur að sjö pinnar hafi stungist inn í manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×