Innlent

Erfitt á síldinni í Breiðafirði

Í höfn Nóg er af síld á Breiðafirði en hún er ekki auðsótt.
Í höfn Nóg er af síld á Breiðafirði en hún er ekki auðsótt.

„Aðstæðurnar eru vægast sagt skelfilegar. Hér er stöðug bræla, vindur stendur á land og síldin er alveg uppi í landsteinum. Við erum í Kiðeyjar­sundi um hálfa skipslengd frá eyjunni og þrátt fyrir þokkalegar lóðningar af og til er ákaflega erfitt að athafna sig“, segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, í viðtali á heimasíðu HB Granda í gær.

Þeir á Ingunni eru á síldveiðum í Breiðafirði og höfðu náð ágætis­afla af góðri síld, eða þúsund af fimmtán hundruð tonna burðargetu.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×