Innlent

Bíll lögreglustjórans og sóknarprestsins fundinn

Bíll í eigu lögreglustjórans á Suðurnesjum og sóknarprestsins í Keflavík, sem stolið var í fyrradag, fannst í Breiðholti í Reykjavík í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en þjófurinn virðist hafa komist yfir bílllyklana þegar hann braust inn í Keflavíkurkirkju. Bíllinn, af gerðinni Volvo S60, var færður í nótt til Keflavíkur og er nú til rannsóknar á lögreglustöðinni þar. Hann virðist óskemmdur og ekki er að sjá að neinu hafi verið stolið úr honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×