Innlent

Vandséð að komast hjá þjónustuskerðingu á Landspítala

Landspítalinn/ Vilhelm.
Landspítalinn/ Vilhelm.
Gert er ráð fyrir að fjárveitingar til Landspítala háskólasjúkrahúss verði skertar um 9 prósent á næsta ári eða um þrjá milljarða króna. Læknaráð spítalans segir í ályktun vegna málsins að vandséð verði að komast hjá verulega skertri þjónustu og uppsögnum á Landspítalanum.

Læknaráð segir jafnframt að þegar kreppi að þurfi stjórnvöld að líta til þess hvaða þættir ríkiskerfisins séu almenningi mikilvægastir til lengri tíma litið og þeim beri að hlífa eins og kostur er. Heilbrigðisþjónustan sé ein af meginstoðum íslensks samfélags og nauðsynlegt sé að leita leiða til hagræðingar í ríkiskerfinu þannig að skattfé almennings nýtist sem best.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×