Innlent

Úrslit Snilldarlausna í næstu viku

Alþjóðlegu athafnavikunnar sem halda átti á morgun hefur verið frestað fram í næstu viku. Kynna átti niðurstöður í hugmyndasamkeppninni Snilldarlausnir – Marel á lokahátíðinni.

Þátttakendur í keppninni áttu að auka virði herðatrés, gera upptöku af virðisaukningu þess og senda á netsíðu keppninnar í síðasta lagi á hádegi 15. nóvember.

Mörg myndbönd hafa borist og mun dómnefndin fara í gegnum þau og meta á morgun. Minni viðburðir verða víða um land en úrslit hugmyndasamkeppninnar kynnt í vikunni, að sögn aðstandenda Athafnavikunnar.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×