Fleiri fréttir Ólíklegt að reyni á efnahagslegu fyrirvarana Fulltrúar Seðlabankans sem mættu á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun telja litlar líkur á að nokkru sinni reyni á efnahagslega fyrirvara í Icsave samkomulaginu, þannig að greiðslur Íslands lækki vegna bágrar stöðu efnahagsmála. 9.11.2009 18:34 Meintur fíkniefnasmyglari áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Gunnari Viðari Árnasyni en hann er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa smyglað rúmu sex kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Íslands. 9.11.2009 16:56 Tugir minka dauðir úr lungnasjúkdómi „Þetta er nú örugglega ekki tengt,“ segir minkabóndinn Sveinn Úlfarsson á Ingveldarstöðum í Skagafirði en 50-60 minnkar hafa drepist úr lungnasjúkdómi hjá honum. Stutt er síðan 3000 minnkar drápust á Skörðugili sem er í sömu sveit. 9.11.2009 16:05 Svínaflensa í svínum staðfest Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú staðfest að sýking í svínum á svínabúinu á Hraukbæ í Eyjafirði er af völdum inflúensuveirunnar A (H1N1). Þetta kemur fram a vefsíðu Matvælastofnunnar. 9.11.2009 15:47 Minniháttar eldur í mannlausu húsi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tikynningu um eld í mannlausu húsi við Granaskjól 57 í vesturbænum fyrir um hálftíma síðan. Að sögn slökkviliðsins var um minniháttar eld að ræða sem var slökktur með einni gosflösku. 9.11.2009 15:25 Leita að sendibíl frá Ísafirði Fimmtudaginn síðastliðinn var sendiferðabifreið í eigu Ísafjarðarhafnar stolið á Ísafirði. Þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglunnar á Vestfjörðum á Ísafirði og nágrenni hefur bifreiðin ekki fundist. 9.11.2009 15:02 Ísland gjörspillt samkvæmt nýrri könnun Könnun Háskólans við Bifröst hefur leitt í ljós að 67 prósent þeirra sem tóku þátt í henni og tóku afstöðu telja að spilling í íslenskri stjórnsýsu sé mikil eða mjög mikil. 9.11.2009 13:55 Nokia innkallar hleðslutæki Farsímaframleiðandinn Nokia hefur ákveðið að innkalla hleðslutæki vegna framleiðslugalla. Tækin sem eru gölluð voru framleidd á tímabilinu 13. apríl til 25. október á þessu ári og eru með skráningarnúmerin AC-3E, AC-3U og AC-4U. 9.11.2009 12:13 Búist við nýjum síldarkvóta í dag Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni síðar í dag um kvóta á íslensku sumargotssíldina. Hafrannsóknastofnunin mælti fyrir helgi með fjörutíu þúsund tonna kvóta, sem er mun meira en menn bjuggust við í ljósi alvarlegrar sýkingar, sem hrjáir síldarstofninn. 9.11.2009 12:02 Morðið í Hafnarfirði: Breskur blóðferlasérfræðingur bar vitni Breskur blóðferlasérfræðingur var fenginn til að aðstoða við rannsóknina á morðinu á Braga Friðþjófssyni í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Morðinginn lýsti því í morgun hvernig áfengi og sjóveikistöflur gera verkum að hann man lítið eftir kvöldinu sem Bragi lést. Aðalmeðferð í málinu stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjaness. 9.11.2009 12:00 Færri atvinnulausir á Íslandi en að meðaltali í iðnríkjum Atvinnuleysi á Íslandi mælist undir meðaltali atvinnuleysis í iðnríkjum Vesturlanda, samkvæmt nýjustu tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Hlutfall atvinnulausra á þriðja ársfjórðungi var 7,1 prósent á Íslandi, en til samanburðar var meðaltalið í öllum þrjátíu ríkjum OECD 8,5 prósent, samkvæmt samræmdum mælingum. Innan Evrópusambandsins var atvinnuleysið enn hærra, eða 9,1 prósent. Mest mælist atvinnuleysi á Spáni, eða 18,9 prósent og næstmest á Írlandi, eða 12,6 prósent. Á hinum Norðurlöndunum er atvinnuleysið meira bæði í Svíþjóð og í Finnlandi en á Íslandi, um 8.5 prósent í hvoru landi, en minnst er það í Noregi, um þrjú prósent. Í Bandaríkjunum voru 9,6 prósent vinnufærra manna án atvinnu. 9.11.2009 11:57 Tveir flýðu og tveir veiddu innan þjóðgarðsins Tveir veiðimenn lögðu á flótta þegar lögreglan á Selfossi nálgaðist þá á sunnudaginn. Lögreglan gerir ráð fyrir að mennirnir hafi ekki verið með góða samvisku og rannsakar málið. 9.11.2009 11:54 Ungbarnadauði fátíðastur á Íslandi Hvergi í heiminum var ungbarnadauði fátíðari en á Íslandi árið 2007 eða 1,5 af 1.000 lifandi fæddum samkvæmt vef Hagstofunnar. Í Evrópu var ungbarnadauði tíðastur í Tyrklandi eða 16,7 af 1.000 lifandi fæddum árið 2007. 9.11.2009 10:20 Ingibjörg Sólrún: Á erfitt með að fyrirgefa sér sjálfri Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segist eiga erfitt með að fyrirgefa sjálfri sér í kringum hrunið og það að að hafa kallað fram þá reiði sem varð í samfélaginu á þeim tíma. Þetta kemur fram í viðtali sem sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason tók við Ingibjörgu og verður sýnt á miðvikudagskvöldinu. 9.11.2009 10:11 Réttað yfir morðingja Aðalmeðferð í morðmáli gegn Bjarka Frey Sigurgeirssyni, sem er á fertugsaldrinum, hófst í morgun og verður fram eftir hádegi. Bjarki Freyr varð manni að bana í ágúst síðastliðnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness játaði Bjarki að hafa myrt manninn sem var á svipuðum aldri og hann sjálfur. Hann var hinsvegar ekki tilbúinn til þess að játa að hann hefði notað vöfflujárn við verknaðinn eins og talið var. 9.11.2009 09:39 Allur vindur úr veðrinu Óverulegt tjón varð af völdum vindsins sem blés í borginni í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um lítinn stillans sem fór á hliðina um miðnættið og þá var óskað eftir aðstoð við að festa niður trampólín sem gerði sig líklegt til þess að takast á loft. Að öðru leyti olli veðrið ekki vandræðum. 9.11.2009 07:12 Innbrotstilraun í Ármúla Tilkynnt var um innbrot í Ármúlaskóla um klukkan hálffimm í nótt. Öryggisverðir komu að innbrotsþjófinum sem náði að forða sér. Verðirnir eltu manninn nokkurn spöl en hann komst undan að lokum. Ekki er talið að hann hafi haft nokkuð upp úr krafsinu. 9.11.2009 07:08 Gripinn glóðvolgur Lögreglan á Suðurnesjum greip innbrotsþjóf glóðvolgan inni á skemmtistað í bænum rétt fyrir miðnættið í gær. Hann var búinn að safna áfengisflöskum af barnum saman og var að gera sig líklegan til þess að hverfa af vettvangi þegar lögreglumenn mættu á svæðið. 9.11.2009 07:06 Bíður enn milli vonar og ótta Hælisleitandinn Paul Ramses hefur ekki fengið svar frá Útlendingastofnun um hvort hann fái að vera áfram á landinu eða ekki. Hann sótti fyrst um hæli hér í febrúar 2008. 9.11.2009 06:00 Bókaútgáfur í bæklingastríði Titringur er meðal smærri bókaútgefenda vegna auglýsingabæklings sem Forlagið hefur sent frá sér og ber heitið Bókatíðindi Forlagsins. „Félags íslenskra bókaútgefenda gefur úr Bókatíðindi á hverju ári og það hefur verið sátt um að allir bókaútgefendur landsins kynni sínar bækur þar og geti svo auglýst eins og þeim sýnist,“ segir Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu, sem telur hættu á að fólk ruglist á bókatíðindum Forlagsins og hinum eiginlegu Bókatíðindum sem væntanleg eru innan skamms. 9.11.2009 06:00 Þingvallanefnd vill opna veg um risalóð „Ég á von á því að þessum sumarbústaðaeiganda verði skrifað og hann beðinn að fjarlægja þetta skilti og þessa keðju því það samrýmist ekki lögum um þjóðgarðinn að hefta för um hann með þessum hætti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um lokaðan veg um sumarbústaðalönd í Gjábakkalandi. 9.11.2009 05:30 Lögreglan óttast um öryggi vegfarenda eftir niðurskurð „Hingað til hefur það dugað að hringja í Vegagerðina þegar svona skilyrði koma upp. Þá hefur bíll verið sendur um hæl,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. 9.11.2009 05:30 Borgarstjórn hættir ekki veiði í Elliðaám Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn vísaði frá tillögu fulltrúa Vinstri grænna um að fimm veiðidagar Reykjavíkurborgar í Elliðaánum yrðu leigðir Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eins og aðrir veiðidagar í ánum. 9.11.2009 04:00 Vilja ekki samning við Alþjóðahús Reykjavíkurborg Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ekki að borgarráð semji við Alþjóðahús á næsta ári um þjónustu við innflytjendur. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Borgarráð á eftir að taka afstöðu til tillögunnar. 9.11.2009 03:30 Risatertunum skipt út fyrir litríkari rakettur í millistærð Ein aðaltekjulind björgunarsveitanna, flugeldasalan, brást í fyrra samkvæmt Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir að í ár sé búið að laga vöruúrvalið að ástandi, fara vel ofan í reksturinn og skera allan óþarfa í burtu. 9.11.2009 03:00 Djúpt snortinn af vinarbragði „Þetta var alveg ofboðslega góður dagur, ég get ekki neitað því,“ segir Sigurður Hallvarðsson, fyrrverandi knattspyrnumaður í Þrótti, eftir að um átta hundruð manns mættu á styrktarleik sem haldinn var í gær fyrir Sigurð og fjölskyldu hans. 9.11.2009 03:00 Erum aldrei búin undir viðburði sem þessa „Ég man hverja einustu mínútu kvöldið sem múrinn féll. Ég þurfti eins og aðrir að klípa mig í handlegginn til að trúa að þetta væri að gerast. Ég myndi hins vegar ekki vilja skipta á neinum happdrættisvinningi og því að hafa verið viðstaddur,“ segir Ágúst Þór Árnason, doktor í réttarheimspeki og kennari við Háskólann á Akureyri. 9.11.2009 02:00 Snilldarlausnin hangir á herðatré „Við vildum ekki hefta sköpunargáfuna. Fólk má gera hvað sem er sem eykur virði hlutar sem alla jafna er einskis virði,“ segir Þórhildur Birgisdóttir, framkvæmdastjóri alþjóðlegu Athafnavikunnar. Vikan hefst 16. nóvember næstkomandi og lýkur 22. nóvember. 9.11.2009 02:00 Kostar 25 milljónir að ljúka rannsókninni Vala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur segist þurfa tvö sumur og 25 milljónir til að ljúka við uppgröft á leifum frá víkingaöld við Alþingisreit. Hún vonar að verkið verði ekki boðið út á kostnað vísindanna og bendir á að vísindaleg rannsókn, með tilheyrandi samstarfi við háskóla, geti verið ódýrari. Erlendir fræðimenn vilja taka þátt í starfinu. 9.11.2009 01:30 Sögurnar stórlega ýktar Líkamsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson byggir nú um 160 fermetra sumarbústað við Valhallarstíg á Þingvöllum þótt fréttir hermi að hann sé á leið í gjaldþrot. Hann segir sögur af fjárhagsörðugleikum hans stórlega ýktar og vinnuframlag við bústaðinn leggi hann fram sjálfur. 8.11.2009 18:49 Breyta þarf lögum til að bæta réttarstöðu feðra Formaður Félags um foreldrajafnfrétti segir að breyta þurfi lögum strax til að bæta réttarstöðu feðra þegar kemur að umgengni þeirra við börn sín eftir skilnað. 8.11.2009 19:04 Keyrð 30 kílómetra leið í skólann Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. 8.11.2009 18:56 Afar spenntur fyrir rafrænu eftirliti Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, er afar spenntur fyrir hugmyndum um rafrænt eftirlit með föngum. Hann segir fjölda fanga treystandi til að ljúka afplánun sinni með þessum hætti. Páll bendir á að þetta form eftirlits geti verið kostnaðarsamt. 8.11.2009 16:44 Bæjarstjórinn himinlifandi með úrslitin Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, er himinlifandi með úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem fram fór í gær. Þar fékk Ásgerður afgerandi kosningu til að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum í maí á ári en stutt er síðan hún tók við sem bæjarstjóri. 8.11.2009 15:59 Gróðursettu 300 haustlauka Íbúar á Grímstaðarholti jafnt ungir sem aldnir sem og fyrrum íbúar á svæðinu létu hendur standa fram úr ermum í dag og gróðursettu á þriðja hundruð haustlauka á Lynghagaleikvellinum í vesturhluta Reykjavíkur í dag. 8.11.2009 15:39 Ráðamenn hvattir til að liðka fyrir atvinnuuppbyggingu Keflavíkurgöngu hinni nýju lauk með samstöðufundi við Kúagerði um tvöleytið þar sem Páll Pálsson, forsvarsmaður Virkjunar fyrir atvinnulausa ávarpaði fundinn. Síðan var fulltrúum ráðamanna afhent áskorun frá þverpólitískum undirbúningshópi göngunnar þar sem ráðamenn eru hvattir til að ganga í takt við ástandið á Reykjanesi, en þar ganga nú um 1600 manns atvinnulausir. 8.11.2009 15:27 Enginn afsláttur gefinn með rafrænu eftirliti Í dóms- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps sem felur meðal annars í sér í sér að innleiddar verði reglur sem gera afbrotamönnum kleift að ljúka hluta afplánunar með rafrænu eftirliti. Rafrænt eftirlit er mjög íþyngjandi að mati Rögnu Árnadóttur, dóms- og mannaréttindaráðherra. Hún segir að ekki sé verið að gefa neinn afslátt af refsingu fanga. 8.11.2009 15:14 Óttast að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum Mikill niðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla er sérstakt áhyggjuefni þar sem þeim hefur í mörg ár verið skorinn mjög þröngur stakkur í rekstri. Því verður að telja hættu á að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum við nemendur ef fyrirfram er ákveðið að greiða ekki nauðsynlegan viðurkenndan kostnað af námsvist þeirra. Þetta kemur fram á ályktun Félags framhaldsskólakennara um fjárlagafrumvarpið og fyrirhugaðan niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla. 8.11.2009 13:36 Tveggja bíla árekstur á Kringlumýrarbraut Tveggja bíla árekstur varð á ellefta tímanum í morgun á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbraut í Reykjavík. Kalla þurfti út dælubíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að olía lak úr öðrum bílnum. Ekki urðu alvarleg slys á fólk en einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. 8.11.2009 13:11 Katrín gengur til móts við Suðurnesjamenn Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, ætlar að hitta þátttakendur í Keflavíkurgöngunni þegar hópurinn kemur í Kúagerði á eftir. Þetta kemur fram á Facebook síðu ráðherrans. Um 300 taka þátt í göngunni. 8.11.2009 12:52 „Þegar mitt fólk leit út um gluggann var albjart á svæðinu“ Íslensk hjón sluppu naumlega ásamt tveimur börnum sínum þegar eldur kom upp í húsbíl þeirra á tjaldstæði í Noregi í fyrrinótt. 8.11.2009 12:00 Konur missa vinnuna í niðurskurði Margrét Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, óttast ekki að lögum um fæðingarorlof verði breytt vegna efnahagsástandsins. Hún vill að stjórnvöld meti framkvæmdir út frá hag kynjanna áður en ráðist er viðkomandi framkvæmd. Ábyrgð stjórnvalda sé mikil. „Með auknum niðurskurði hjá hinu opinbera þá munu fylgja fjöldauppsagnir kvenna, til að mynda í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Margrét sem var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. 8.11.2009 11:39 Jólamaturinn gerður upptækur á Þingvöllum Jólamaturinn var gerður upptækur hjá tveimur rjúpnaskyttum í gær þegar þær voru staðnar að ólöglegum veiðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. 8.11.2009 11:06 Vilja réttarbætur fyrir transfólk Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, á Íslandi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. 8.11.2009 10:57 Keflavíkurgangan farin í dag Keflavíkurganga verður farin í dag en gengnir verða 10 kílómetrar frá Vogaafleggjara, klukkan 11:30, að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldin klukkan tvö. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka ætla að mæta hópnum á miðri leið eins og segir í tilkynningu og munu ávarpa fundinn við Kúagerði. 8.11.2009 09:58 Sjá næstu 50 fréttir
Ólíklegt að reyni á efnahagslegu fyrirvarana Fulltrúar Seðlabankans sem mættu á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun telja litlar líkur á að nokkru sinni reyni á efnahagslega fyrirvara í Icsave samkomulaginu, þannig að greiðslur Íslands lækki vegna bágrar stöðu efnahagsmála. 9.11.2009 18:34
Meintur fíkniefnasmyglari áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Gunnari Viðari Árnasyni en hann er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa smyglað rúmu sex kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Íslands. 9.11.2009 16:56
Tugir minka dauðir úr lungnasjúkdómi „Þetta er nú örugglega ekki tengt,“ segir minkabóndinn Sveinn Úlfarsson á Ingveldarstöðum í Skagafirði en 50-60 minnkar hafa drepist úr lungnasjúkdómi hjá honum. Stutt er síðan 3000 minnkar drápust á Skörðugili sem er í sömu sveit. 9.11.2009 16:05
Svínaflensa í svínum staðfest Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú staðfest að sýking í svínum á svínabúinu á Hraukbæ í Eyjafirði er af völdum inflúensuveirunnar A (H1N1). Þetta kemur fram a vefsíðu Matvælastofnunnar. 9.11.2009 15:47
Minniháttar eldur í mannlausu húsi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tikynningu um eld í mannlausu húsi við Granaskjól 57 í vesturbænum fyrir um hálftíma síðan. Að sögn slökkviliðsins var um minniháttar eld að ræða sem var slökktur með einni gosflösku. 9.11.2009 15:25
Leita að sendibíl frá Ísafirði Fimmtudaginn síðastliðinn var sendiferðabifreið í eigu Ísafjarðarhafnar stolið á Ísafirði. Þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglunnar á Vestfjörðum á Ísafirði og nágrenni hefur bifreiðin ekki fundist. 9.11.2009 15:02
Ísland gjörspillt samkvæmt nýrri könnun Könnun Háskólans við Bifröst hefur leitt í ljós að 67 prósent þeirra sem tóku þátt í henni og tóku afstöðu telja að spilling í íslenskri stjórnsýsu sé mikil eða mjög mikil. 9.11.2009 13:55
Nokia innkallar hleðslutæki Farsímaframleiðandinn Nokia hefur ákveðið að innkalla hleðslutæki vegna framleiðslugalla. Tækin sem eru gölluð voru framleidd á tímabilinu 13. apríl til 25. október á þessu ári og eru með skráningarnúmerin AC-3E, AC-3U og AC-4U. 9.11.2009 12:13
Búist við nýjum síldarkvóta í dag Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni síðar í dag um kvóta á íslensku sumargotssíldina. Hafrannsóknastofnunin mælti fyrir helgi með fjörutíu þúsund tonna kvóta, sem er mun meira en menn bjuggust við í ljósi alvarlegrar sýkingar, sem hrjáir síldarstofninn. 9.11.2009 12:02
Morðið í Hafnarfirði: Breskur blóðferlasérfræðingur bar vitni Breskur blóðferlasérfræðingur var fenginn til að aðstoða við rannsóknina á morðinu á Braga Friðþjófssyni í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Morðinginn lýsti því í morgun hvernig áfengi og sjóveikistöflur gera verkum að hann man lítið eftir kvöldinu sem Bragi lést. Aðalmeðferð í málinu stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjaness. 9.11.2009 12:00
Færri atvinnulausir á Íslandi en að meðaltali í iðnríkjum Atvinnuleysi á Íslandi mælist undir meðaltali atvinnuleysis í iðnríkjum Vesturlanda, samkvæmt nýjustu tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Hlutfall atvinnulausra á þriðja ársfjórðungi var 7,1 prósent á Íslandi, en til samanburðar var meðaltalið í öllum þrjátíu ríkjum OECD 8,5 prósent, samkvæmt samræmdum mælingum. Innan Evrópusambandsins var atvinnuleysið enn hærra, eða 9,1 prósent. Mest mælist atvinnuleysi á Spáni, eða 18,9 prósent og næstmest á Írlandi, eða 12,6 prósent. Á hinum Norðurlöndunum er atvinnuleysið meira bæði í Svíþjóð og í Finnlandi en á Íslandi, um 8.5 prósent í hvoru landi, en minnst er það í Noregi, um þrjú prósent. Í Bandaríkjunum voru 9,6 prósent vinnufærra manna án atvinnu. 9.11.2009 11:57
Tveir flýðu og tveir veiddu innan þjóðgarðsins Tveir veiðimenn lögðu á flótta þegar lögreglan á Selfossi nálgaðist þá á sunnudaginn. Lögreglan gerir ráð fyrir að mennirnir hafi ekki verið með góða samvisku og rannsakar málið. 9.11.2009 11:54
Ungbarnadauði fátíðastur á Íslandi Hvergi í heiminum var ungbarnadauði fátíðari en á Íslandi árið 2007 eða 1,5 af 1.000 lifandi fæddum samkvæmt vef Hagstofunnar. Í Evrópu var ungbarnadauði tíðastur í Tyrklandi eða 16,7 af 1.000 lifandi fæddum árið 2007. 9.11.2009 10:20
Ingibjörg Sólrún: Á erfitt með að fyrirgefa sér sjálfri Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segist eiga erfitt með að fyrirgefa sjálfri sér í kringum hrunið og það að að hafa kallað fram þá reiði sem varð í samfélaginu á þeim tíma. Þetta kemur fram í viðtali sem sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason tók við Ingibjörgu og verður sýnt á miðvikudagskvöldinu. 9.11.2009 10:11
Réttað yfir morðingja Aðalmeðferð í morðmáli gegn Bjarka Frey Sigurgeirssyni, sem er á fertugsaldrinum, hófst í morgun og verður fram eftir hádegi. Bjarki Freyr varð manni að bana í ágúst síðastliðnum. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness játaði Bjarki að hafa myrt manninn sem var á svipuðum aldri og hann sjálfur. Hann var hinsvegar ekki tilbúinn til þess að játa að hann hefði notað vöfflujárn við verknaðinn eins og talið var. 9.11.2009 09:39
Allur vindur úr veðrinu Óverulegt tjón varð af völdum vindsins sem blés í borginni í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um lítinn stillans sem fór á hliðina um miðnættið og þá var óskað eftir aðstoð við að festa niður trampólín sem gerði sig líklegt til þess að takast á loft. Að öðru leyti olli veðrið ekki vandræðum. 9.11.2009 07:12
Innbrotstilraun í Ármúla Tilkynnt var um innbrot í Ármúlaskóla um klukkan hálffimm í nótt. Öryggisverðir komu að innbrotsþjófinum sem náði að forða sér. Verðirnir eltu manninn nokkurn spöl en hann komst undan að lokum. Ekki er talið að hann hafi haft nokkuð upp úr krafsinu. 9.11.2009 07:08
Gripinn glóðvolgur Lögreglan á Suðurnesjum greip innbrotsþjóf glóðvolgan inni á skemmtistað í bænum rétt fyrir miðnættið í gær. Hann var búinn að safna áfengisflöskum af barnum saman og var að gera sig líklegan til þess að hverfa af vettvangi þegar lögreglumenn mættu á svæðið. 9.11.2009 07:06
Bíður enn milli vonar og ótta Hælisleitandinn Paul Ramses hefur ekki fengið svar frá Útlendingastofnun um hvort hann fái að vera áfram á landinu eða ekki. Hann sótti fyrst um hæli hér í febrúar 2008. 9.11.2009 06:00
Bókaútgáfur í bæklingastríði Titringur er meðal smærri bókaútgefenda vegna auglýsingabæklings sem Forlagið hefur sent frá sér og ber heitið Bókatíðindi Forlagsins. „Félags íslenskra bókaútgefenda gefur úr Bókatíðindi á hverju ári og það hefur verið sátt um að allir bókaútgefendur landsins kynni sínar bækur þar og geti svo auglýst eins og þeim sýnist,“ segir Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu, sem telur hættu á að fólk ruglist á bókatíðindum Forlagsins og hinum eiginlegu Bókatíðindum sem væntanleg eru innan skamms. 9.11.2009 06:00
Þingvallanefnd vill opna veg um risalóð „Ég á von á því að þessum sumarbústaðaeiganda verði skrifað og hann beðinn að fjarlægja þetta skilti og þessa keðju því það samrýmist ekki lögum um þjóðgarðinn að hefta för um hann með þessum hætti,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um lokaðan veg um sumarbústaðalönd í Gjábakkalandi. 9.11.2009 05:30
Lögreglan óttast um öryggi vegfarenda eftir niðurskurð „Hingað til hefur það dugað að hringja í Vegagerðina þegar svona skilyrði koma upp. Þá hefur bíll verið sendur um hæl,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. 9.11.2009 05:30
Borgarstjórn hættir ekki veiði í Elliðaám Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn vísaði frá tillögu fulltrúa Vinstri grænna um að fimm veiðidagar Reykjavíkurborgar í Elliðaánum yrðu leigðir Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eins og aðrir veiðidagar í ánum. 9.11.2009 04:00
Vilja ekki samning við Alþjóðahús Reykjavíkurborg Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ekki að borgarráð semji við Alþjóðahús á næsta ári um þjónustu við innflytjendur. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Borgarráð á eftir að taka afstöðu til tillögunnar. 9.11.2009 03:30
Risatertunum skipt út fyrir litríkari rakettur í millistærð Ein aðaltekjulind björgunarsveitanna, flugeldasalan, brást í fyrra samkvæmt Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir að í ár sé búið að laga vöruúrvalið að ástandi, fara vel ofan í reksturinn og skera allan óþarfa í burtu. 9.11.2009 03:00
Djúpt snortinn af vinarbragði „Þetta var alveg ofboðslega góður dagur, ég get ekki neitað því,“ segir Sigurður Hallvarðsson, fyrrverandi knattspyrnumaður í Þrótti, eftir að um átta hundruð manns mættu á styrktarleik sem haldinn var í gær fyrir Sigurð og fjölskyldu hans. 9.11.2009 03:00
Erum aldrei búin undir viðburði sem þessa „Ég man hverja einustu mínútu kvöldið sem múrinn féll. Ég þurfti eins og aðrir að klípa mig í handlegginn til að trúa að þetta væri að gerast. Ég myndi hins vegar ekki vilja skipta á neinum happdrættisvinningi og því að hafa verið viðstaddur,“ segir Ágúst Þór Árnason, doktor í réttarheimspeki og kennari við Háskólann á Akureyri. 9.11.2009 02:00
Snilldarlausnin hangir á herðatré „Við vildum ekki hefta sköpunargáfuna. Fólk má gera hvað sem er sem eykur virði hlutar sem alla jafna er einskis virði,“ segir Þórhildur Birgisdóttir, framkvæmdastjóri alþjóðlegu Athafnavikunnar. Vikan hefst 16. nóvember næstkomandi og lýkur 22. nóvember. 9.11.2009 02:00
Kostar 25 milljónir að ljúka rannsókninni Vala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur segist þurfa tvö sumur og 25 milljónir til að ljúka við uppgröft á leifum frá víkingaöld við Alþingisreit. Hún vonar að verkið verði ekki boðið út á kostnað vísindanna og bendir á að vísindaleg rannsókn, með tilheyrandi samstarfi við háskóla, geti verið ódýrari. Erlendir fræðimenn vilja taka þátt í starfinu. 9.11.2009 01:30
Sögurnar stórlega ýktar Líkamsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson byggir nú um 160 fermetra sumarbústað við Valhallarstíg á Þingvöllum þótt fréttir hermi að hann sé á leið í gjaldþrot. Hann segir sögur af fjárhagsörðugleikum hans stórlega ýktar og vinnuframlag við bústaðinn leggi hann fram sjálfur. 8.11.2009 18:49
Breyta þarf lögum til að bæta réttarstöðu feðra Formaður Félags um foreldrajafnfrétti segir að breyta þurfi lögum strax til að bæta réttarstöðu feðra þegar kemur að umgengni þeirra við börn sín eftir skilnað. 8.11.2009 19:04
Keyrð 30 kílómetra leið í skólann Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. 8.11.2009 18:56
Afar spenntur fyrir rafrænu eftirliti Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, er afar spenntur fyrir hugmyndum um rafrænt eftirlit með föngum. Hann segir fjölda fanga treystandi til að ljúka afplánun sinni með þessum hætti. Páll bendir á að þetta form eftirlits geti verið kostnaðarsamt. 8.11.2009 16:44
Bæjarstjórinn himinlifandi með úrslitin Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, er himinlifandi með úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem fram fór í gær. Þar fékk Ásgerður afgerandi kosningu til að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum í maí á ári en stutt er síðan hún tók við sem bæjarstjóri. 8.11.2009 15:59
Gróðursettu 300 haustlauka Íbúar á Grímstaðarholti jafnt ungir sem aldnir sem og fyrrum íbúar á svæðinu létu hendur standa fram úr ermum í dag og gróðursettu á þriðja hundruð haustlauka á Lynghagaleikvellinum í vesturhluta Reykjavíkur í dag. 8.11.2009 15:39
Ráðamenn hvattir til að liðka fyrir atvinnuuppbyggingu Keflavíkurgöngu hinni nýju lauk með samstöðufundi við Kúagerði um tvöleytið þar sem Páll Pálsson, forsvarsmaður Virkjunar fyrir atvinnulausa ávarpaði fundinn. Síðan var fulltrúum ráðamanna afhent áskorun frá þverpólitískum undirbúningshópi göngunnar þar sem ráðamenn eru hvattir til að ganga í takt við ástandið á Reykjanesi, en þar ganga nú um 1600 manns atvinnulausir. 8.11.2009 15:27
Enginn afsláttur gefinn með rafrænu eftirliti Í dóms- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps sem felur meðal annars í sér í sér að innleiddar verði reglur sem gera afbrotamönnum kleift að ljúka hluta afplánunar með rafrænu eftirliti. Rafrænt eftirlit er mjög íþyngjandi að mati Rögnu Árnadóttur, dóms- og mannaréttindaráðherra. Hún segir að ekki sé verið að gefa neinn afslátt af refsingu fanga. 8.11.2009 15:14
Óttast að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum Mikill niðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla er sérstakt áhyggjuefni þar sem þeim hefur í mörg ár verið skorinn mjög þröngur stakkur í rekstri. Því verður að telja hættu á að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum við nemendur ef fyrirfram er ákveðið að greiða ekki nauðsynlegan viðurkenndan kostnað af námsvist þeirra. Þetta kemur fram á ályktun Félags framhaldsskólakennara um fjárlagafrumvarpið og fyrirhugaðan niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla. 8.11.2009 13:36
Tveggja bíla árekstur á Kringlumýrarbraut Tveggja bíla árekstur varð á ellefta tímanum í morgun á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbraut í Reykjavík. Kalla þurfti út dælubíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að olía lak úr öðrum bílnum. Ekki urðu alvarleg slys á fólk en einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. 8.11.2009 13:11
Katrín gengur til móts við Suðurnesjamenn Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, ætlar að hitta þátttakendur í Keflavíkurgöngunni þegar hópurinn kemur í Kúagerði á eftir. Þetta kemur fram á Facebook síðu ráðherrans. Um 300 taka þátt í göngunni. 8.11.2009 12:52
„Þegar mitt fólk leit út um gluggann var albjart á svæðinu“ Íslensk hjón sluppu naumlega ásamt tveimur börnum sínum þegar eldur kom upp í húsbíl þeirra á tjaldstæði í Noregi í fyrrinótt. 8.11.2009 12:00
Konur missa vinnuna í niðurskurði Margrét Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, óttast ekki að lögum um fæðingarorlof verði breytt vegna efnahagsástandsins. Hún vill að stjórnvöld meti framkvæmdir út frá hag kynjanna áður en ráðist er viðkomandi framkvæmd. Ábyrgð stjórnvalda sé mikil. „Með auknum niðurskurði hjá hinu opinbera þá munu fylgja fjöldauppsagnir kvenna, til að mynda í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Margrét sem var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. 8.11.2009 11:39
Jólamaturinn gerður upptækur á Þingvöllum Jólamaturinn var gerður upptækur hjá tveimur rjúpnaskyttum í gær þegar þær voru staðnar að ólöglegum veiðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. 8.11.2009 11:06
Vilja réttarbætur fyrir transfólk Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, á Íslandi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. 8.11.2009 10:57
Keflavíkurgangan farin í dag Keflavíkurganga verður farin í dag en gengnir verða 10 kílómetrar frá Vogaafleggjara, klukkan 11:30, að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldin klukkan tvö. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka ætla að mæta hópnum á miðri leið eins og segir í tilkynningu og munu ávarpa fundinn við Kúagerði. 8.11.2009 09:58