Innlent

Tugir minka dauðir úr lungnasjúkdómi

„Þetta er nú örugglega ekki tengt," segir minkabóndinn Sveinn Úlfarsson á Ingveldarstöðum í Skagafirði en 50-60 minnkar hafa drepist úr lungnasjúkdómi hjá honum. Stutt er síðan 3000 minnkar drápust á Skörðugili sem er í sömu sveit.

Alls eru 8000 minnkar á Ingveldarstöðum en að sögn Sveins varð hann fyrst var við lungnasjúkdóminn fyrir um viku síðan.

„Þannig þetta virðist vera nokkuð vægt," segir hann en þegar er byrjað að bólusetja á bænum. Það tekur svo 4-7 daga fyrir bólusetninguna að virka.

Sveinn segir að lífdýrin verði bólusett fyrst, það er læðurnar sem áttu hvolpa í vor, svo verða hinir minkarnir bólusettir í kjölfarið. Spurður hvort það sé mögulegt að jafnmörg dýr drepist og á Skörðugili svarar Sveinn: „Þetta getur farið illa. En það er ómögulegt að segja til um það núna."




Tengdar fréttir

Þúsundir minka dauðir í Skagafirði

Mikið tjón hefur orðið í minkabúinu á Skörðugili í Skagafirði en þar hafa á þriðja þúsund minka drepist eftir að hafa sýkst af lungnabólgu undanfarið. Frá þessu greinir skagfirski fréttamiðillinn Feykir og hefur eftir Einari Einarssyni, ráðunauti og bónda að Skörðugili að um bráðsmitandi pest sé að ræða sem orsakast af bakteríu sem algeng er í umhverfinu en verður hættuleg þegar vissar aðstæður skapast eins og mikill raki og stillt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×