Innlent

Meintur fíkniefnasmyglari áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Gunnari Viðari Árnasyni en hann er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa smyglað rúmu sex kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Íslands.

Aðalmeðferð í málinu hefur farið fram og rannsókn er lokið. Gunnar hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan í maí en í rökstuðningi er tekið fram að vegna alvarleika sakarefnisins sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að Gunnar sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, eigi síðar en 27.nóvember.

Gunnar Viðar er einn ákærður í málinu en fjöldi manna var handtekinn þegar málið kom upp. Lögregla hleraði meðal annars síma í málinu þar sem smyglið er skipulagt og er Gunnar talinn skipuleggja smyglið í þeim símtölum.

Við aðalmeðferð neitaði hann hinsvegar að eiga umrædda rödd, en doktor í afbrotafræðum bar meðal annars vitni fyrir dómi og útskýrði flóknan tölfræðiútreikning sem notaður var í málinu.

Þetta reiknaði doktorinn út með því að bera saman notkun á smyglsímanum annars vegar og svo símanum hans Gunnars hins vegar.

Niðurstaða doktorsins er að 99.9 prósenta líkur séu á því Gunnar Viðar tengist símanum sem notaður var til að skipuleggja smyglið. Sama aðferð var notuð í máli Þorsteins Kraghs fyrri skömmu og átti þá stóran þátt í að hann var sakfellur og fékk átta ára fangelsi fyrir umfangsmikið smygl í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×