Fleiri fréttir Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. 7.11.2009 19:16 Biskup ósáttur með minni framlög til þróunaraðstoðar Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í ávarpi sínu á Kirkjuþingi í dag að illt væri til þess að vita að Íslendingar hlypu frá skuldbindingum sínum með því að draga úr framlögum til þróunaraðstoðar. Þau hafa verið skorin niður um fjórðung. 7.11.2009 18:49 Tvöfaldur í næstu viku Enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og verður fyrsti vinningur því tvöfaldur í næstu viku. Einn var með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og hlýtur hann rúmlega 200 þúsund í vinning. Miðinn var seldur í Ak-inn við Hörgárbraut á Akureyri. 7.11.2009 20:06 Vill skipta á húsinu sínu fyrir bújörð Fjögurra manna fjölskylda úr Hafnafirði er búinn að setja húsið sitt á sölu og vill skipta því fyrir bújörð. Gamall draumur að gerast bóndi segir heimilisfaðirinn sem er þreyttur á hraðanum í borginni. 7.11.2009 18:58 Fjöldi ótryggðra ökutækja hefur tvöfaldast Fjöldi ótryggðra ökutækja í umferðinni hefur nærri tvöfaldast á undanförnum fjórum árum. Vanskil vegna bílatrygginga jukust verulega í kringum bankahrunið. 7.11.2009 18:52 Utanríkisráðuneytið styður umsókn Ingibjargar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, er meðal umsækjenda um starf mansalsfulltrúa ÖSE, öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Utanríkisráðuneytið styður umsókn Ingibjargar og hefur beitt sér fyrir hennar hönd, að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 7.11.2009 18:10 Slökkvilið kallað út vegna reyks í Kópavogi Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning á sjötta tímanum í dag um að reykur kæmi út um glugga í fjölbýlishúsi við Álfatún í Kópavogi. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn kom í ljós að um minniháttar mál var að ræða. Reykurinn reyndist koma frá potti eldavél. 7.11.2009 17:42 Höskuldur biðst ekki afsökunar Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að biðja Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmann Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, afsökunar vegna orða sem hann lét falla á þingfundi í vikunni. Eðlilegra væri að Þórunn bæði sig afsökunar. 7.11.2009 17:15 Góð kjörsókn á Seltjarnarnesi Fyrsta prófkjörið vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí á næsta ári fer fram í dag, en það eru sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi sem vilja í efstu sæti framboðslista síns. 7.11.2009 17:02 Uppsagnir og strætisvagnar seldir verði farið í útboð „Það er ekki hægt að afgreiða svona tillögur til frekari vinnslu og um leið segja engar kollsteypur fyrirhugaðar," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sem gefur lítið fyrir yfirlýsingar stjórnarformanns Strætós bs. um tillögur sem fela sér að rekstur á öllum strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verði boðinn út til einkaaðila. Dagur segir að verði farið í útboð þýði það að strætisvagnarnir verði seldir og auk þess verði öllum vagnstjórum sagt upp. 7.11.2009 16:24 Fimm þúsund kassar sendir til Úkraínu Það eru síðustu forvöð hjá fólki sem vill senda börnum í Úkraínu jól í skókassa að setja eitthvað fallegt í kassa og koma honum til KFUM og K. Verkefninu lýkur í dag og nú um hádegi voru þegar komnir á þriðja þúsund kassa í hús KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28. 7.11.2009 15:13 Brúarsmíði yfir Hvítá Uppundir 150 manns unnu í gærdag og fram á kvöld að einhverju viðamesta steypuverkefni sem um getur hérlendis, að steypa nýju Hvítárbrúna við Flúðir í Árnessýslu. 32 steypubílar eru í stöðugum ferðum fram á morgundaginn, bæði frá Selfossi og úr Reykjavík. Fjallað var um framkvæmdina í fréttum Stöðvar 2 í gær. Myndirnar sem fylgja þessari frétt tók Þórir Tryggvason flugmaður um tíuleytið í morgun. 7.11.2009 15:05 Vilja að stjórn KSÍ segi af sér vegna heimsóknar á strípibúllu Femínistafélag Íslands fordæmir framferði fjármálastjóra Knattspyrnufélags Íslands og viðbrögð sambandsins við næturheimsókn fjármálastjórans á nektarstað í Sviss. Félagið krefst þess að stjórnin segi af sér og fjármálastjóranum verði vikið úr starfi hið fyrsta. 7.11.2009 14:03 Stendur ekki til að umbylta rekstri Strætós Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætós bs, segir að ekki standi til að ráðast í róttækar breytingar á rekstri byggðarsamlagsins. Hún segir ýmislegt jákvætt í nýlegum tillögum sem ráðgjafarfyrirtæki vann að beiðni stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. 7.11.2009 14:00 Mikill stuðningur við mögulega ESB aðild Íslands „Allar vísbendingar eru í þá átt að innan Evrópusambandsins sé mikill stuðningur við mögulega aðild okkar,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið sem skipuð var í vikunni. Rætt er við Stefán í Fréttablaðinu í dag. 7.11.2009 13:15 Keflavíkurgangan er markaðstilraun Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar, gefur lítið fyrir fyrirhugaða göngu á milli Vogaafleggjara og Kúagerði sem kölluð hefur verið Keflavíkurganga og verður farin á á morgun. Sveitarstjórinn kallar gönguna Kúagerðisgönguna og segir hana markaðstilraun til að beina athygli frá raunverulegum vanda Suðurnesjamanna. 7.11.2009 13:05 Óeðlilegt ef ekki er lánað á ákveðnum svæðum Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir óeðlilegt ef lífeyrissjóðir láni ekki út á hús í tilteknum landshlutum. Lífeyrissjóðir starfsmanna sveitarfélaga lánar ekki fé út á fasteignir á svæðum sem sjóðurinn skilgreinir illseljanleg. 7.11.2009 12:25 Hámarkinu náð Við höldum að við séum búin að ná hámarkinu og vonandi fer að draga úr svínaflensunni segir sóttvarnarlæknir. Um 50 þúsund Íslendingar hafa nú þegar veikst af flensunni. Viðbragðsstigið á Landspítalanum hefur verið lækkað úr í gulu í grænt. 7.11.2009 12:10 Minnast hruns múrsins Sumarið 1989 varð fyrir margra hluta sakir sögulegt. Nærri lá að atburðirnir á Torgi hins himneska friðar í júní næðu að skyggja á óróleikann í Austur-Þýskalandi eftir sveitarstjórnarkosningarnar í byrjun maí. Seinni hluta sumars og fram á haust jókst þungi flóttafólks frá Austur-Þýskalandi og í byrjun nóvember hótuðu tékknesk yfirvöld að hleypa ekki fleirum Austur-Þjóðverjum inn í landið. 7.11.2009 11:58 Keflavíkurgangan farin á morgun Þverpólitísk Keflavíkurganga verður farin á morgun frá Vogaafleggjara klukkan hálfellefu, gengnir verða 10 kílómetrar að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldinn klukkan tvö. 7.11.2009 11:21 Forsetinn afhendir verðlaun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir í dag verðlaun þeim grunnskólanemendum sem sigruðu í ratleik Forvarnardagsins en hann fór fram í grunnskólum landsins í lok september. 7.11.2009 11:17 Kreppan er prófsteinn „Þær efnahagsþrengingar sem þjóðin gengur gegnum eru prófsteinn, prófraun á samfélag okkar, stofnanir, fullveldi þjóðar, samkennd, já og hjartalag. Á þrengingatímum kemur hjartalagið í ljós,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup, í ávarpi sínu við setningu Kirkjuþings í morgun. 7.11.2009 11:06 Hagstæður samningur um risavaxið gagnaver „Samningurinn við Reykjanesbæ er báðum aðilum hagstæður", segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Holdings, um samkomulag sem undirritað var fyrr í vkunni um skipulag svæðis undir gagnaver að Ásbrú í Reykjanesbæ. 7.11.2009 10:49 Ekki frekari eftirmálar af hálfu séra Gunnars Gengið var frá samkomulagi í gær á milli embættis biskups Íslands og sr. Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi. Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær mun Gunnar starfa sem sérþjónustuprestur hjá Biskupsstofu næstu ár eða til 31. maí 2012. Eftir það verður verður hann verkefnaráðinn í hlutastarf að 70 ára aldri. Samkomulagið felur í sér að ekki verða frekari eftirmálar af hálfu Gunnars, að fram kemur í tilkynningu. 7.11.2009 09:41 Kirkjuþing hafið Kirkjuþing hófst með helgistund klukkan níu í morgun í Grensáskirkju. Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Ragna Árnadóttir, dómsmála - og mannréttindaráðherra, flytja ávörp við þingsetninguna. 7.11.2009 09:26 Viðkvæm málsgögn ljósrituð úti í bæ Ríkissaksóknari þarf að senda öll málsskjöl í áfrýjuðum málum til Hæstaréttar á ljósritunarstofu úti í bæ, vegna aðbúnaðar hjá embætti hans og skorts á starfsfólki. 7.11.2009 09:14 Hálka á Hellisheiði Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Að öðru leyti er greiðfært á Suðurlandi sem og Vesturlandi. Norðanlands eru hálkublettir á Öxnadalsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 7.11.2009 09:10 Rólegt hjá lögreglu Nóttin virðist víðast hvar hafa verið afar tíðindalítil hjá lögreglumönnum og hafði varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu orð á því að hún hafi verið óvenju róleg. Nokkuð var af fólki í miðbænum en skemmtanahald fór vel fram. Tveir gistu fangageymslur. Sömu sögu er að segja frá Akureyri en þar gistu karl og kona fangageymslur lögreglu vegna drykkjuláta. 7.11.2009 09:04 CCP var þvingað í krónulán Hugbúnaðarfyrirtækið CCP, sem á og rekur fjölspilunarleikinn EVE Online, neyddist til að endurfjármagna víxil í krónum í gegnum MP banka í enda síðasta mánaðar. Fyrirtækið hefði viljað endurfjármagna lánið með útgáfu skuldabréfs í krónum og greiða til baka í dölum. Fjárfestar höfðu ekki áhuga. 7.11.2009 07:45 Um 50 þúsund hafa veikst Sóttvarnalæknir, Haraldur Briem, telur að um fimmtíu þúsund Íslendingar hafi veikst nú þegar af svínainflúensu. Hún sé ekki lengur í sókn, þegar litið er á landið í heild. 7.11.2009 06:00 Afskriftir nema 4-5 landsframleiðslum Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að afskriftir lána vegna bankahrunsins verði óhjákvæmilega þær mestu sem dæmi eru um í sögu vestrænna hagkerfa. „Líklega tapast fjórar til fimm landsframleiðslur í hagkerfinu,“ sagði Gylfi í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Tapið lendir að langmestu leyti á erlendum kröfuhöfum bankanna. 7.11.2009 06:00 Rafmagnsstrengur grafinn í sundur Flugstoðir þurftu að grípa til varaaflstöðvar til að knýja starfsemi sína um hádegið í gær. Grafa, sem var við störf á framkvæmdasvæði í Vatnsmýrinni, gróf rafmagnsstreng í sundur með fyrrgreindum afleiðingum. 7.11.2009 05:00 KSÍ rukkað fyrir kampavín og klám Óljóst er hvort fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands framvísaði korti sambandsins á nektarstað í Sviss eða hvort það var tekið ófrjálsri hendi. Svissneski vefmiðilinn 20minutenonline.ch segir frá því að starfsmaður KSÍ og sambandið sjálft hafi verið rukkað fyrir jafnvirði átta milljóna króna eftir næturheimsókn starfsmannsins á strípibúllu í Zürich. Af þessu hafi spunnist dómsmál. 7.11.2009 03:00 Strætó bjóði út allan rekstur strætisvagna Rekstur á strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út til einkaaðila, verði farið að tillögum Par-x viðskiptaráðgjafar IBM, sem skilað hefur skýrslu til stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Mikill hallarekstur hefur verið á rekstri byggðarsamlagsins Strætó bs. Sveitarfélögin sem eiga Strætó leggja nú afar mikla áherslu á að þau þurfi ekki að bera neinar viðbótar byrðar vegna strætisvagnarekstursins. Meðal annars hefur verið brugðist við því með ákvörðun um að Strætó kaupi enga nýja vagna á næsta ári. 7.11.2009 02:00 Þrjúþúsund minnkar drápust í Skagafirði Um þrjúþúsund minkar hafa drepist á minkabúinu á Skörðugili í Skagafirði á einni viku. 6.11.2009 19:30 Deilt um íþróttahús í Kópavogi Grunnskólabörn í Kópavogi þurfa að taka rútu langar leiðir til að komast í leikfimi á sama tíma og glæsilegt íþróttahús sem þeim er ætlað stendur autt vegna deilu Knattspyrnuakademíu Íslands og Kópavogsbæjar. 6.11.2009 18:55 Rafmagn komið á á Akranesi Rafmagn er komið á Akranesi. Bilun varð í jarðstreng kl. 18:06 og tókst að tengja framhjá henni og koma á rafmagni hjá öllum notendum kl. 18:45 6.11.2009 18:53 Nýja Hvítárbrúin steypt Uppundir 150 manns hafa frá því eldsnemma í morgun unnið að einhverju viðamesta steypuverkefni sem um getur hérlendis, að steypa nýju Hvítárbrúna við Flúðir í Árnessýslu. 32 steypubílar eru í stöðugum ferðum fram á morgundaginn, bæði frá Selfossi og úr Reykjavík. 6.11.2009 18:50 Rafmagnslaust á Akranesi Fyrir stundu varð bilun í háspennukerfi sem veldur því að rafmagnslaust er á Akranesi. Unnið er að bilanaleit og verður ráðist í viðgerðir um leið og bilunin finnst. 6.11.2009 18:39 Tveir stútar stöðvaðir Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Átján ára piltur var tekinn fyrir þessar sakir í Breiðholti en kauði hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Karl á þrítugsaldri var svo stöðvaður í Kópavogi af sömu ástæðu. 6.11.2009 17:30 Stálu staðsetningatækjum Brotist var inn í nokkra bíla í Reykjavík og Hafnarfirði í gær en sjö slíkar tilkynningar bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6.11.2009 17:27 Handtekinn eftir misheppnaða ránstilraun Karl á fertugsaldri var handtekinn í verslun í Reykjavík síðdegis í gær samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6.11.2009 17:25 Óþarfi að hræðast hjartaþræðingu „Það hefur bjargað mörgum mannslífum að fara í þetta af því að einkennin eru svo lúmsk," segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, sem fór í hjartaþræðingu í gær. Hann ráðleggur fólki sem þarf að gangast undir aðgerð sem þessa að hræðast ekki of mikið. 6.11.2009 16:15 Borgarstjóri og Rice hjálpuðu leikskólabörnum að gróðursetja Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, írski tónlistarmaðurinn Damien Rice og Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs, aðstoðuðu börn af Laufásborg við gróðursetningu fyrstu plantnanna í svokölluðum Laufásborgarlundi í Hljómskálagarðinum í dag. Skrifað var undir samstarfssamning um lundinn eða svokallaðan grenndargarð leikskólans fyrr um daginn. 6.11.2009 15:28 Erlendum ferðamönnum fækkar Rúmlega 30 þúsund erlendir gestir fóru úr landi um Leifsstöð í októbermánuði og fækkaði þeim um 7,5% frá árinu áður. Fækkunin nemur 2.455 gestum. Svipaður fjöldi kemur frá Norðurlöndunum, Mið- og Suður-Evrópu og Norður-Ameríku en lítilsháttar fækkun er frá Bretlandi. 6.11.2009 14:56 Sjá næstu 50 fréttir
Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. 7.11.2009 19:16
Biskup ósáttur með minni framlög til þróunaraðstoðar Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í ávarpi sínu á Kirkjuþingi í dag að illt væri til þess að vita að Íslendingar hlypu frá skuldbindingum sínum með því að draga úr framlögum til þróunaraðstoðar. Þau hafa verið skorin niður um fjórðung. 7.11.2009 18:49
Tvöfaldur í næstu viku Enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og verður fyrsti vinningur því tvöfaldur í næstu viku. Einn var með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og hlýtur hann rúmlega 200 þúsund í vinning. Miðinn var seldur í Ak-inn við Hörgárbraut á Akureyri. 7.11.2009 20:06
Vill skipta á húsinu sínu fyrir bújörð Fjögurra manna fjölskylda úr Hafnafirði er búinn að setja húsið sitt á sölu og vill skipta því fyrir bújörð. Gamall draumur að gerast bóndi segir heimilisfaðirinn sem er þreyttur á hraðanum í borginni. 7.11.2009 18:58
Fjöldi ótryggðra ökutækja hefur tvöfaldast Fjöldi ótryggðra ökutækja í umferðinni hefur nærri tvöfaldast á undanförnum fjórum árum. Vanskil vegna bílatrygginga jukust verulega í kringum bankahrunið. 7.11.2009 18:52
Utanríkisráðuneytið styður umsókn Ingibjargar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, er meðal umsækjenda um starf mansalsfulltrúa ÖSE, öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Utanríkisráðuneytið styður umsókn Ingibjargar og hefur beitt sér fyrir hennar hönd, að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 7.11.2009 18:10
Slökkvilið kallað út vegna reyks í Kópavogi Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning á sjötta tímanum í dag um að reykur kæmi út um glugga í fjölbýlishúsi við Álfatún í Kópavogi. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn kom í ljós að um minniháttar mál var að ræða. Reykurinn reyndist koma frá potti eldavél. 7.11.2009 17:42
Höskuldur biðst ekki afsökunar Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að biðja Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmann Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, afsökunar vegna orða sem hann lét falla á þingfundi í vikunni. Eðlilegra væri að Þórunn bæði sig afsökunar. 7.11.2009 17:15
Góð kjörsókn á Seltjarnarnesi Fyrsta prófkjörið vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí á næsta ári fer fram í dag, en það eru sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi sem vilja í efstu sæti framboðslista síns. 7.11.2009 17:02
Uppsagnir og strætisvagnar seldir verði farið í útboð „Það er ekki hægt að afgreiða svona tillögur til frekari vinnslu og um leið segja engar kollsteypur fyrirhugaðar," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sem gefur lítið fyrir yfirlýsingar stjórnarformanns Strætós bs. um tillögur sem fela sér að rekstur á öllum strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verði boðinn út til einkaaðila. Dagur segir að verði farið í útboð þýði það að strætisvagnarnir verði seldir og auk þess verði öllum vagnstjórum sagt upp. 7.11.2009 16:24
Fimm þúsund kassar sendir til Úkraínu Það eru síðustu forvöð hjá fólki sem vill senda börnum í Úkraínu jól í skókassa að setja eitthvað fallegt í kassa og koma honum til KFUM og K. Verkefninu lýkur í dag og nú um hádegi voru þegar komnir á þriðja þúsund kassa í hús KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28. 7.11.2009 15:13
Brúarsmíði yfir Hvítá Uppundir 150 manns unnu í gærdag og fram á kvöld að einhverju viðamesta steypuverkefni sem um getur hérlendis, að steypa nýju Hvítárbrúna við Flúðir í Árnessýslu. 32 steypubílar eru í stöðugum ferðum fram á morgundaginn, bæði frá Selfossi og úr Reykjavík. Fjallað var um framkvæmdina í fréttum Stöðvar 2 í gær. Myndirnar sem fylgja þessari frétt tók Þórir Tryggvason flugmaður um tíuleytið í morgun. 7.11.2009 15:05
Vilja að stjórn KSÍ segi af sér vegna heimsóknar á strípibúllu Femínistafélag Íslands fordæmir framferði fjármálastjóra Knattspyrnufélags Íslands og viðbrögð sambandsins við næturheimsókn fjármálastjórans á nektarstað í Sviss. Félagið krefst þess að stjórnin segi af sér og fjármálastjóranum verði vikið úr starfi hið fyrsta. 7.11.2009 14:03
Stendur ekki til að umbylta rekstri Strætós Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætós bs, segir að ekki standi til að ráðast í róttækar breytingar á rekstri byggðarsamlagsins. Hún segir ýmislegt jákvætt í nýlegum tillögum sem ráðgjafarfyrirtæki vann að beiðni stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. 7.11.2009 14:00
Mikill stuðningur við mögulega ESB aðild Íslands „Allar vísbendingar eru í þá átt að innan Evrópusambandsins sé mikill stuðningur við mögulega aðild okkar,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið sem skipuð var í vikunni. Rætt er við Stefán í Fréttablaðinu í dag. 7.11.2009 13:15
Keflavíkurgangan er markaðstilraun Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar, gefur lítið fyrir fyrirhugaða göngu á milli Vogaafleggjara og Kúagerði sem kölluð hefur verið Keflavíkurganga og verður farin á á morgun. Sveitarstjórinn kallar gönguna Kúagerðisgönguna og segir hana markaðstilraun til að beina athygli frá raunverulegum vanda Suðurnesjamanna. 7.11.2009 13:05
Óeðlilegt ef ekki er lánað á ákveðnum svæðum Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir óeðlilegt ef lífeyrissjóðir láni ekki út á hús í tilteknum landshlutum. Lífeyrissjóðir starfsmanna sveitarfélaga lánar ekki fé út á fasteignir á svæðum sem sjóðurinn skilgreinir illseljanleg. 7.11.2009 12:25
Hámarkinu náð Við höldum að við séum búin að ná hámarkinu og vonandi fer að draga úr svínaflensunni segir sóttvarnarlæknir. Um 50 þúsund Íslendingar hafa nú þegar veikst af flensunni. Viðbragðsstigið á Landspítalanum hefur verið lækkað úr í gulu í grænt. 7.11.2009 12:10
Minnast hruns múrsins Sumarið 1989 varð fyrir margra hluta sakir sögulegt. Nærri lá að atburðirnir á Torgi hins himneska friðar í júní næðu að skyggja á óróleikann í Austur-Þýskalandi eftir sveitarstjórnarkosningarnar í byrjun maí. Seinni hluta sumars og fram á haust jókst þungi flóttafólks frá Austur-Þýskalandi og í byrjun nóvember hótuðu tékknesk yfirvöld að hleypa ekki fleirum Austur-Þjóðverjum inn í landið. 7.11.2009 11:58
Keflavíkurgangan farin á morgun Þverpólitísk Keflavíkurganga verður farin á morgun frá Vogaafleggjara klukkan hálfellefu, gengnir verða 10 kílómetrar að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldinn klukkan tvö. 7.11.2009 11:21
Forsetinn afhendir verðlaun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir í dag verðlaun þeim grunnskólanemendum sem sigruðu í ratleik Forvarnardagsins en hann fór fram í grunnskólum landsins í lok september. 7.11.2009 11:17
Kreppan er prófsteinn „Þær efnahagsþrengingar sem þjóðin gengur gegnum eru prófsteinn, prófraun á samfélag okkar, stofnanir, fullveldi þjóðar, samkennd, já og hjartalag. Á þrengingatímum kemur hjartalagið í ljós,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup, í ávarpi sínu við setningu Kirkjuþings í morgun. 7.11.2009 11:06
Hagstæður samningur um risavaxið gagnaver „Samningurinn við Reykjanesbæ er báðum aðilum hagstæður", segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Holdings, um samkomulag sem undirritað var fyrr í vkunni um skipulag svæðis undir gagnaver að Ásbrú í Reykjanesbæ. 7.11.2009 10:49
Ekki frekari eftirmálar af hálfu séra Gunnars Gengið var frá samkomulagi í gær á milli embættis biskups Íslands og sr. Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi. Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær mun Gunnar starfa sem sérþjónustuprestur hjá Biskupsstofu næstu ár eða til 31. maí 2012. Eftir það verður verður hann verkefnaráðinn í hlutastarf að 70 ára aldri. Samkomulagið felur í sér að ekki verða frekari eftirmálar af hálfu Gunnars, að fram kemur í tilkynningu. 7.11.2009 09:41
Kirkjuþing hafið Kirkjuþing hófst með helgistund klukkan níu í morgun í Grensáskirkju. Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Ragna Árnadóttir, dómsmála - og mannréttindaráðherra, flytja ávörp við þingsetninguna. 7.11.2009 09:26
Viðkvæm málsgögn ljósrituð úti í bæ Ríkissaksóknari þarf að senda öll málsskjöl í áfrýjuðum málum til Hæstaréttar á ljósritunarstofu úti í bæ, vegna aðbúnaðar hjá embætti hans og skorts á starfsfólki. 7.11.2009 09:14
Hálka á Hellisheiði Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Að öðru leyti er greiðfært á Suðurlandi sem og Vesturlandi. Norðanlands eru hálkublettir á Öxnadalsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 7.11.2009 09:10
Rólegt hjá lögreglu Nóttin virðist víðast hvar hafa verið afar tíðindalítil hjá lögreglumönnum og hafði varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu orð á því að hún hafi verið óvenju róleg. Nokkuð var af fólki í miðbænum en skemmtanahald fór vel fram. Tveir gistu fangageymslur. Sömu sögu er að segja frá Akureyri en þar gistu karl og kona fangageymslur lögreglu vegna drykkjuláta. 7.11.2009 09:04
CCP var þvingað í krónulán Hugbúnaðarfyrirtækið CCP, sem á og rekur fjölspilunarleikinn EVE Online, neyddist til að endurfjármagna víxil í krónum í gegnum MP banka í enda síðasta mánaðar. Fyrirtækið hefði viljað endurfjármagna lánið með útgáfu skuldabréfs í krónum og greiða til baka í dölum. Fjárfestar höfðu ekki áhuga. 7.11.2009 07:45
Um 50 þúsund hafa veikst Sóttvarnalæknir, Haraldur Briem, telur að um fimmtíu þúsund Íslendingar hafi veikst nú þegar af svínainflúensu. Hún sé ekki lengur í sókn, þegar litið er á landið í heild. 7.11.2009 06:00
Afskriftir nema 4-5 landsframleiðslum Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að afskriftir lána vegna bankahrunsins verði óhjákvæmilega þær mestu sem dæmi eru um í sögu vestrænna hagkerfa. „Líklega tapast fjórar til fimm landsframleiðslur í hagkerfinu,“ sagði Gylfi í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Tapið lendir að langmestu leyti á erlendum kröfuhöfum bankanna. 7.11.2009 06:00
Rafmagnsstrengur grafinn í sundur Flugstoðir þurftu að grípa til varaaflstöðvar til að knýja starfsemi sína um hádegið í gær. Grafa, sem var við störf á framkvæmdasvæði í Vatnsmýrinni, gróf rafmagnsstreng í sundur með fyrrgreindum afleiðingum. 7.11.2009 05:00
KSÍ rukkað fyrir kampavín og klám Óljóst er hvort fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands framvísaði korti sambandsins á nektarstað í Sviss eða hvort það var tekið ófrjálsri hendi. Svissneski vefmiðilinn 20minutenonline.ch segir frá því að starfsmaður KSÍ og sambandið sjálft hafi verið rukkað fyrir jafnvirði átta milljóna króna eftir næturheimsókn starfsmannsins á strípibúllu í Zürich. Af þessu hafi spunnist dómsmál. 7.11.2009 03:00
Strætó bjóði út allan rekstur strætisvagna Rekstur á strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út til einkaaðila, verði farið að tillögum Par-x viðskiptaráðgjafar IBM, sem skilað hefur skýrslu til stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Mikill hallarekstur hefur verið á rekstri byggðarsamlagsins Strætó bs. Sveitarfélögin sem eiga Strætó leggja nú afar mikla áherslu á að þau þurfi ekki að bera neinar viðbótar byrðar vegna strætisvagnarekstursins. Meðal annars hefur verið brugðist við því með ákvörðun um að Strætó kaupi enga nýja vagna á næsta ári. 7.11.2009 02:00
Þrjúþúsund minnkar drápust í Skagafirði Um þrjúþúsund minkar hafa drepist á minkabúinu á Skörðugili í Skagafirði á einni viku. 6.11.2009 19:30
Deilt um íþróttahús í Kópavogi Grunnskólabörn í Kópavogi þurfa að taka rútu langar leiðir til að komast í leikfimi á sama tíma og glæsilegt íþróttahús sem þeim er ætlað stendur autt vegna deilu Knattspyrnuakademíu Íslands og Kópavogsbæjar. 6.11.2009 18:55
Rafmagn komið á á Akranesi Rafmagn er komið á Akranesi. Bilun varð í jarðstreng kl. 18:06 og tókst að tengja framhjá henni og koma á rafmagni hjá öllum notendum kl. 18:45 6.11.2009 18:53
Nýja Hvítárbrúin steypt Uppundir 150 manns hafa frá því eldsnemma í morgun unnið að einhverju viðamesta steypuverkefni sem um getur hérlendis, að steypa nýju Hvítárbrúna við Flúðir í Árnessýslu. 32 steypubílar eru í stöðugum ferðum fram á morgundaginn, bæði frá Selfossi og úr Reykjavík. 6.11.2009 18:50
Rafmagnslaust á Akranesi Fyrir stundu varð bilun í háspennukerfi sem veldur því að rafmagnslaust er á Akranesi. Unnið er að bilanaleit og verður ráðist í viðgerðir um leið og bilunin finnst. 6.11.2009 18:39
Tveir stútar stöðvaðir Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Átján ára piltur var tekinn fyrir þessar sakir í Breiðholti en kauði hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Karl á þrítugsaldri var svo stöðvaður í Kópavogi af sömu ástæðu. 6.11.2009 17:30
Stálu staðsetningatækjum Brotist var inn í nokkra bíla í Reykjavík og Hafnarfirði í gær en sjö slíkar tilkynningar bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6.11.2009 17:27
Handtekinn eftir misheppnaða ránstilraun Karl á fertugsaldri var handtekinn í verslun í Reykjavík síðdegis í gær samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6.11.2009 17:25
Óþarfi að hræðast hjartaþræðingu „Það hefur bjargað mörgum mannslífum að fara í þetta af því að einkennin eru svo lúmsk," segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, sem fór í hjartaþræðingu í gær. Hann ráðleggur fólki sem þarf að gangast undir aðgerð sem þessa að hræðast ekki of mikið. 6.11.2009 16:15
Borgarstjóri og Rice hjálpuðu leikskólabörnum að gróðursetja Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, írski tónlistarmaðurinn Damien Rice og Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs, aðstoðuðu börn af Laufásborg við gróðursetningu fyrstu plantnanna í svokölluðum Laufásborgarlundi í Hljómskálagarðinum í dag. Skrifað var undir samstarfssamning um lundinn eða svokallaðan grenndargarð leikskólans fyrr um daginn. 6.11.2009 15:28
Erlendum ferðamönnum fækkar Rúmlega 30 þúsund erlendir gestir fóru úr landi um Leifsstöð í októbermánuði og fækkaði þeim um 7,5% frá árinu áður. Fækkunin nemur 2.455 gestum. Svipaður fjöldi kemur frá Norðurlöndunum, Mið- og Suður-Evrópu og Norður-Ameríku en lítilsháttar fækkun er frá Bretlandi. 6.11.2009 14:56