Innlent

Ólíklegt að reyni á efnahagslegu fyrirvarana

Frá fundi fjárlaganefndar. Mynd/ Vilhelm.
Frá fundi fjárlaganefndar. Mynd/ Vilhelm.
Fulltrúar Seðlabankans sem mættu á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun telja litlar líkur á að nokkru sinni reyni á efnahagslega fyrirvara í Icsave samkomulaginu, þannig að greiðslur Íslands lækki vegna bágrar stöðu efnahagsmála.

Fjárlaganefnd fundaði um málið í morgun og sögðu fulltrúar Seðlabankans að allt benti til að hagvöxtur hér yrði það mikill á samningstímanum, að aldrei reyndi á fyrirvarana og að Íslenska þjóðarbúið myndi ráða vel við afborganir vegna Icesave.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru litlar líkur á að frumvarp um Icesave verði afgreitt út úr fjárlaganefnd í þessari en líklegt að það verði í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×