Fleiri fréttir Guðmundur Brynjólfsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í morgun, en verðlaunin voru veitt í Árbæjarskóla. Bókin heitir Þvílík vika. Guðmundur segir að bókin sé unglingasaga frekar en barnasaga. Hún fjalli um þrjá stráka sem séu að ljúka við tíunda bekk og byrja að fóta sig í samfélaginu. Í samtali við Vísi segist Guðmundur vera afar ánægður með verðlaunin sem hann fékk afhent í dag. 7.10.2009 12:13 Lögregla tók ekki sýni af bíl Rannveigar Lögregla tók ekki sýni af lakkleysi sem var notaður í skemmdarverkum á bílum forstjóra álversins í Straumsvík og Orkuveitu Reykjavíkur. 27 skemmdarverk með málningu á heimilum útrásar- og stóriðjuforkólfa eru enn óupplýst. 7.10.2009 12:13 Sauðkrækingum svíður fjárlagafrumvarpið Sauðkrækingum svíður forgangsröðun stjórnvalda sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Á fréttavefnum Feyki kemur fram að á sama tíma og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er gert að spara 100 milljónir á árinu 2010 eða á milli 11 og 12 % af rekstrarfé sínu ætli menntamálaráðuneytið að ráðstafa 100 milljónum í bókamessu í Frankfurt. 7.10.2009 11:45 Hörðalandsárás: Fólkinu haldið i öndunarvél Fólkið, sem flutt var með sjúkrabíl á Landspítalann eftir átök í Hörðalandi í morgun, er sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. 7.10.2009 11:26 Hrannar undrast þögn Morgunblaðsins Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, undrast að Morgunblaðið hafi ekki gert afsökunarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur skil blaðinu í dag. Hann gagnrýnir einnig fréttamat Ríkissjónvarpsins. 7.10.2009 11:12 Réðst á konu og reyndi síðan að vinna sér mein Kona um fertugt varð fyrir mjög alvarlegri líkamsárás í íbúð í Hörðalandi í Fossvogi í morgun. Að sögn lögreglu er konan með höfuðáverka en grunur leikur á að fyrrverandi maðurinn hennar hafi veitt henni þá. Það var hann sem tilkynnti um málið til lögreglu um hálfníuleytið í morgun. 7.10.2009 10:42 Vinstri græn óstjórntæk - vill Hrunflokkastjórn Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þegar komi að uppbyggingu atvinnulífsins séu Vinstri grænir óstjórntækur flokkur. Hann telur að á næstunni geti skapast aðstæður þar sem lögð verði fram vantrausttillaga á ríkisstjórnina. Jón vill að mynduð verði til eins árs þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. 7.10.2009 10:41 Forsetinn fjallaði um framtíð norðurslóða Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun opnunarræðu á alþjóðlegu fræðaþingi sem haldið er af Háskólanum í Bergen í Noregi. Fræðaþingið fjallar um framtíð norðurslóða, aukið mikilvægi þeirra á komandi árum og nauðsyn víðtækra rannsókna og stefnumótunar með sérstakri áherslu á tækifæri og hlutverk Norðurlanda. 7.10.2009 10:38 Braust inn en stal engu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er inn en það er liðið svolítið langt síðan síðast, segir Jóhanna Hermannsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Gluggi var spenntur upp á leikskólanum og brotist inn í hann á fimmta tímanum í nótt. 7.10.2009 10:16 Um 48% íslenskra heimila eiga flatskjá Tölvur eru á 92% íslenskra heimila og 90% heimila eru með nettengingu, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hagstofunnar. Helmingur íslenskra heimila er með tvö sjónvarpstæki eða fleiri og 48% eru með flatskjá. Nær öll nettengd heimili eru með háhraðatengingu, eða 97%. 7.10.2009 09:41 Yoko býður borgarbúum út í Viðey Í tilefni af tendrun Friðarsúlunnar þann 9. október næstkomandi býður Yoko Ono ókeypis ferðir til Viðeyjar 9., 10., og 11. október. Einnig býður hún á tónleika til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sem haldnir verða 9. október og hefjast kl. 22.00. 7.10.2009 09:37 Staða heimilanna rædd á Alþingi Tvennar utandagskrárumræður fara fram á Alþingi í dag. Að beiðni Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður staða heimilanna tekin til sérstakrar umræðu. Til andsvara verður Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra. 7.10.2009 09:23 Heimiliserjur í Hörðalandi - tvennt á slysadeild Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutningamanna var kallað að Hörðalandi í Fossvogi rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun. 7.10.2009 09:13 Fjölmennt lögreglulið í Hörðalandi Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutningamanna var kallað að Hörðalandi í Fossvogi rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun. Lögreglan verst allra frétta af málinu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu varð maður fyrir líkamsárás þar. Við segjum nánari fréttir af málinu á Bylgjunni og Vísi.is síðar í dag. 7.10.2009 08:59 Steingrímur kemur heim í dag Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kemur heim af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag og mun funda með þingflokki Vinstri grænna klukkan fjögur. 7.10.2009 08:29 Reykjavíkurborg fékk tilnefningu til nýsköpunarverðlauna Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna Eurocities fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Verðlaun samtakanna eru í flokknum nýsköpun og er Reykjavíkurborg ein þriggja borga sem tilnefndar eru í þessum flokki. 7.10.2009 08:13 Brotist inn í leikskólann Hlíð Brotist var inn í leikskólann Hlíð í Mosfellsbæ á fimmta tímanum í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvort einhverju hafi verið stolið í innbrotinu eða skemmdir unnar en það mun væntanlega skýrast þegar starfsmenn og leikskólabörn mæta í dag. 7.10.2009 07:20 Rósin afhjúpuð við hátíðlega athöfn Barnaheill á Íslandi afhjúpuðu minnisvarðann "Rósina" við hátíðlega athöfn í gær. Rósin er alþóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú og er ætlað að vera sameiningartákn fyrir börn á Íslandi og um allan heim. 7.10.2009 07:11 Óbreytt sala á áfengi Þrátt fyrir verri efnahagsaðstæður er sala áfengis fyrstu 9 mánuði þessa árs nánast óbreytt frá því sem var í fyrra, samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Vínbúðanna. 7.10.2009 07:06 Festust í lyftu Slökkviliðið var kallað að fjölbýlishúsi við Ásakór í Kópavogi um áttaleytið í gærkvöld en þar hafði fólk fest í lyftu. Greiðlega gekk að koma fólkinu úr lyftunni þegar slökkviliðsmennirnir voru komnir á staðinn en þeir hafa sérstaka lykla frá lyftuframleiðendum sem þeir beita í tilfellum sem þessu. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi við segir að tilvik sem þetta sé mjög óalgengt nú til dags og rekur hann það til betra viðhalds á lyftunum. 7.10.2009 07:01 Viðamikil mál og flókin segir FME Ekki hefur enn tekist að ljúka neinu þeirra mála sem rannsökuð hafa verið vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum. 7.10.2009 06:00 Vilja endurskoða samstarfið við AGS Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð. 7.10.2009 06:00 EES-samningurinn í hættu falli Icesave Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. 7.10.2009 06:00 Rósin afhjúpuð í Laugardalnum Samtökin Barnaheill á Íslandi afhjúpuðu í gær Rósina, alþjóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú, við þvottalaugarnar í Laugardal. 7.10.2009 06:00 Vill 2,4 milljarða úr þrotabúi Lehman Íslenskur fyrrum yfirmaður hjá Lehman Brothers fjárfestingarbankanum hefur gert tæplega nítján milljóna bandaríkjadala kröfu í þrotabú bankans. Krafan jafngildir 2.355 milljónum króna. 7.10.2009 05:45 Utandagskrárumræður og fyrirspurnir Tvennar utandagskrárumræður verða á þingfundi í dag. Annars vegar verður rætt um nýtingu orkulinda til orkufreks iðnaðar og stöðugleikasáttmálann og hins vegar um stöðu heimilanna. 7.10.2009 05:30 Útgáfustjóri las yfir póst blaðamanns Óskar Magnússon, útgáfustjóri Morgunblaðsins, skoðaði tölvupóst blaðamanns sem hætti á blaðinu undir lok september. Blaðamannafélag Íslands hefur verið upplýst um málið. 7.10.2009 05:15 Endurtekið efni í stefnuræðu „Endurreisn bankanna er nú loks á lokastigi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á mánudagskvöld. Hún hefur sagt þetta áður. 7.10.2009 05:00 Upptaka heimil í leigubílum Heimilt er að koma fyrir myndbandsupptökuvélum í leigubílum svo framarlega sem farþegar eru varaðir við því að upptaka sé í gangi. Þetta kemur fram í svari Persónuverndar við fyrirspurn frá leigubílafyrirtækinu Hreyfli-Bæjarleiðum. 7.10.2009 04:30 Fagmenn gagnrýna Guð blessi Ísland Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixsonar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaðamennsku, miðað við það sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. 7.10.2009 04:00 Stóriðjan leggi sitt af mörkum Er það til of mikils mælst að stóriðjufyrirtæki og stórnotendur raforku greiði lágt auðlindagjald eins og allir aðrir? Að þessu spyr Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í aðsendri grein um orku- og auðlindagjöld í Fréttablaðinu í dag. 7.10.2009 03:30 Freista þess að bera klæði á vopnin Þingflokkur Vinstri grænna mun funda seinnipartinn í dag, eftir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, kemur til landsins af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 7.10.2009 03:00 Smáhækkun í september Raungengi krónunnar hækkaði um 1,2 prósent í september á mælikvarða hlutfallslegs neysluverðs, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. 7.10.2009 02:30 Lögguníðingur löngu kominn Karlmaðurinn sem hefur verið í endurkomubanni í fimm ár, eftir árás á tvo lögreglumenn á Laugavegi á síðasta ári, hafði dvalið hér svo mánuðum skipti áður en lögregla handtók hann. 7.10.2009 02:00 Horfa til aukinnar nýtingar Írar ráða yfir 650 þúsund ferkílómetra svæði undir sjávarmáli, því mesta í Evrópusambandinu. 7.10.2009 02:00 Hefja störf í næstu viku Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði í gær þrjá nýja saksóknara við embætti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. Þremenningarnir munu hefja störf fyrir embættið 15. október næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 7.10.2009 02:00 Rannsóknir á hendi lögreglu Lögregla fer með eftirlit með útlendingum hér á landi og tekur í tilviki EES-borgara ákvörðun um frávísun þeirra, ef tilefni til afskipta rís innan sjö sólarhringa frá komu til landsins. 7.10.2009 01:30 Nektardansinn verði bannaður Frumvarp þingmanna úr fjórum flokkum gerir ráð fyrir að nektardans verði með öllu bannaður. 7.10.2009 01:00 Verksmiðja sem breytir mengun í eldsneyti rís í Svartsengi Byltingarkennd verksmiðja, sem breytir útblæstri jarðgufuvirkjana og álvera í metanól, verður reist í Svartsengi og verður fyrsta skóflustunga tekin í næstu viku. 6.10.2009 18:42 Borgin krefst hærri arðgreiðslna Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að borgarstjóri hafi sent fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórnum B-hluta fyrirtækja borgarinnar bréf þar sem farið er þess á leit að fyrirtækin skili eigendum sínum auknum arði á næsta ári. Hún segir um sé að ræða orkuskatt meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 6.10.2009 16:37 185 ökumenn myndaðir í Hafnarfirði Brot 185 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðarvegi í dag af lögreglunni. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í suðurátt, sunnan Arnarnesvegar. 6.10.2009 19:28 Reykjavíkurborg verðlaunuð Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna Eurocities fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Verðlaun samtakanna eru í flokknum nýsköpun (Innovation) og er Reykjavíkurborg ein þriggja borga sem tilnefndar eru í þessum flokki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 6.10.2009 19:08 Nýr veðurgagnagrunnur tekinn í notkun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opnar í dag nýtt vefsvæði sem hlotið hefur nafnið Gagnatorg veðurupplýsinga. Á Gagnatorginu má með einföldum hætti nálgast allar veðurathuganir Veðurstofu Íslands sem skráðar eru í gagnagrunna hennar. Þessar athuganir taka til meira en 200 veðurstöðva víðsvegar um landið og ná í sumum tilvikum allt aftur til ársins 1931 að því er segir í tilkynningu en það eru fyrirtækin Reiknistofa í veðurfræði / Belgingur og DataMarket sem standa að þróun og rekstri Gagnatorgsins. 6.10.2009 16:51 Ragna skipar þrjá saksóknara Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur skipað þau Arnþrúði Þórarinsdóttur, Björn Þorvaldsson og Hólmstein Gauta Sigurðsson í embætti saksóknara við embætti sérstaks saksóknara. Þau hefja störf 15. október við hlið Ólafs Þór Haukssonar, sérstaks saksóknara. 6.10.2009 15:40 Undirbúningur Gerplu tók lengri tíma en gert var ráð fyrir Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að víxla frumsýningardögum á leikritinu Gerplu og söngleiknum Oliver!. Til stóð að Gerpla yrði jólasýning leikhússins en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag var það slegið af. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að ástæðan sé sú að undirbúningur Gerplu hafi tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir og þess vegna óskaði leikstjórinn Baltasar Kormákur eftir lengri undirbúningstíma. 6.10.2009 15:37 Sjá næstu 50 fréttir
Guðmundur Brynjólfsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í morgun, en verðlaunin voru veitt í Árbæjarskóla. Bókin heitir Þvílík vika. Guðmundur segir að bókin sé unglingasaga frekar en barnasaga. Hún fjalli um þrjá stráka sem séu að ljúka við tíunda bekk og byrja að fóta sig í samfélaginu. Í samtali við Vísi segist Guðmundur vera afar ánægður með verðlaunin sem hann fékk afhent í dag. 7.10.2009 12:13
Lögregla tók ekki sýni af bíl Rannveigar Lögregla tók ekki sýni af lakkleysi sem var notaður í skemmdarverkum á bílum forstjóra álversins í Straumsvík og Orkuveitu Reykjavíkur. 27 skemmdarverk með málningu á heimilum útrásar- og stóriðjuforkólfa eru enn óupplýst. 7.10.2009 12:13
Sauðkrækingum svíður fjárlagafrumvarpið Sauðkrækingum svíður forgangsröðun stjórnvalda sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Á fréttavefnum Feyki kemur fram að á sama tíma og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er gert að spara 100 milljónir á árinu 2010 eða á milli 11 og 12 % af rekstrarfé sínu ætli menntamálaráðuneytið að ráðstafa 100 milljónum í bókamessu í Frankfurt. 7.10.2009 11:45
Hörðalandsárás: Fólkinu haldið i öndunarvél Fólkið, sem flutt var með sjúkrabíl á Landspítalann eftir átök í Hörðalandi í morgun, er sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. 7.10.2009 11:26
Hrannar undrast þögn Morgunblaðsins Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, undrast að Morgunblaðið hafi ekki gert afsökunarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur skil blaðinu í dag. Hann gagnrýnir einnig fréttamat Ríkissjónvarpsins. 7.10.2009 11:12
Réðst á konu og reyndi síðan að vinna sér mein Kona um fertugt varð fyrir mjög alvarlegri líkamsárás í íbúð í Hörðalandi í Fossvogi í morgun. Að sögn lögreglu er konan með höfuðáverka en grunur leikur á að fyrrverandi maðurinn hennar hafi veitt henni þá. Það var hann sem tilkynnti um málið til lögreglu um hálfníuleytið í morgun. 7.10.2009 10:42
Vinstri græn óstjórntæk - vill Hrunflokkastjórn Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þegar komi að uppbyggingu atvinnulífsins séu Vinstri grænir óstjórntækur flokkur. Hann telur að á næstunni geti skapast aðstæður þar sem lögð verði fram vantrausttillaga á ríkisstjórnina. Jón vill að mynduð verði til eins árs þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. 7.10.2009 10:41
Forsetinn fjallaði um framtíð norðurslóða Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun opnunarræðu á alþjóðlegu fræðaþingi sem haldið er af Háskólanum í Bergen í Noregi. Fræðaþingið fjallar um framtíð norðurslóða, aukið mikilvægi þeirra á komandi árum og nauðsyn víðtækra rannsókna og stefnumótunar með sérstakri áherslu á tækifæri og hlutverk Norðurlanda. 7.10.2009 10:38
Braust inn en stal engu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er inn en það er liðið svolítið langt síðan síðast, segir Jóhanna Hermannsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Gluggi var spenntur upp á leikskólanum og brotist inn í hann á fimmta tímanum í nótt. 7.10.2009 10:16
Um 48% íslenskra heimila eiga flatskjá Tölvur eru á 92% íslenskra heimila og 90% heimila eru með nettengingu, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hagstofunnar. Helmingur íslenskra heimila er með tvö sjónvarpstæki eða fleiri og 48% eru með flatskjá. Nær öll nettengd heimili eru með háhraðatengingu, eða 97%. 7.10.2009 09:41
Yoko býður borgarbúum út í Viðey Í tilefni af tendrun Friðarsúlunnar þann 9. október næstkomandi býður Yoko Ono ókeypis ferðir til Viðeyjar 9., 10., og 11. október. Einnig býður hún á tónleika til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sem haldnir verða 9. október og hefjast kl. 22.00. 7.10.2009 09:37
Staða heimilanna rædd á Alþingi Tvennar utandagskrárumræður fara fram á Alþingi í dag. Að beiðni Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður staða heimilanna tekin til sérstakrar umræðu. Til andsvara verður Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra. 7.10.2009 09:23
Heimiliserjur í Hörðalandi - tvennt á slysadeild Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutningamanna var kallað að Hörðalandi í Fossvogi rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun. 7.10.2009 09:13
Fjölmennt lögreglulið í Hörðalandi Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutningamanna var kallað að Hörðalandi í Fossvogi rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun. Lögreglan verst allra frétta af málinu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu varð maður fyrir líkamsárás þar. Við segjum nánari fréttir af málinu á Bylgjunni og Vísi.is síðar í dag. 7.10.2009 08:59
Steingrímur kemur heim í dag Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kemur heim af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag og mun funda með þingflokki Vinstri grænna klukkan fjögur. 7.10.2009 08:29
Reykjavíkurborg fékk tilnefningu til nýsköpunarverðlauna Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna Eurocities fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Verðlaun samtakanna eru í flokknum nýsköpun og er Reykjavíkurborg ein þriggja borga sem tilnefndar eru í þessum flokki. 7.10.2009 08:13
Brotist inn í leikskólann Hlíð Brotist var inn í leikskólann Hlíð í Mosfellsbæ á fimmta tímanum í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvort einhverju hafi verið stolið í innbrotinu eða skemmdir unnar en það mun væntanlega skýrast þegar starfsmenn og leikskólabörn mæta í dag. 7.10.2009 07:20
Rósin afhjúpuð við hátíðlega athöfn Barnaheill á Íslandi afhjúpuðu minnisvarðann "Rósina" við hátíðlega athöfn í gær. Rósin er alþóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú og er ætlað að vera sameiningartákn fyrir börn á Íslandi og um allan heim. 7.10.2009 07:11
Óbreytt sala á áfengi Þrátt fyrir verri efnahagsaðstæður er sala áfengis fyrstu 9 mánuði þessa árs nánast óbreytt frá því sem var í fyrra, samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Vínbúðanna. 7.10.2009 07:06
Festust í lyftu Slökkviliðið var kallað að fjölbýlishúsi við Ásakór í Kópavogi um áttaleytið í gærkvöld en þar hafði fólk fest í lyftu. Greiðlega gekk að koma fólkinu úr lyftunni þegar slökkviliðsmennirnir voru komnir á staðinn en þeir hafa sérstaka lykla frá lyftuframleiðendum sem þeir beita í tilfellum sem þessu. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi við segir að tilvik sem þetta sé mjög óalgengt nú til dags og rekur hann það til betra viðhalds á lyftunum. 7.10.2009 07:01
Viðamikil mál og flókin segir FME Ekki hefur enn tekist að ljúka neinu þeirra mála sem rannsökuð hafa verið vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum. 7.10.2009 06:00
Vilja endurskoða samstarfið við AGS Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð. 7.10.2009 06:00
EES-samningurinn í hættu falli Icesave Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. 7.10.2009 06:00
Rósin afhjúpuð í Laugardalnum Samtökin Barnaheill á Íslandi afhjúpuðu í gær Rósina, alþjóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú, við þvottalaugarnar í Laugardal. 7.10.2009 06:00
Vill 2,4 milljarða úr þrotabúi Lehman Íslenskur fyrrum yfirmaður hjá Lehman Brothers fjárfestingarbankanum hefur gert tæplega nítján milljóna bandaríkjadala kröfu í þrotabú bankans. Krafan jafngildir 2.355 milljónum króna. 7.10.2009 05:45
Utandagskrárumræður og fyrirspurnir Tvennar utandagskrárumræður verða á þingfundi í dag. Annars vegar verður rætt um nýtingu orkulinda til orkufreks iðnaðar og stöðugleikasáttmálann og hins vegar um stöðu heimilanna. 7.10.2009 05:30
Útgáfustjóri las yfir póst blaðamanns Óskar Magnússon, útgáfustjóri Morgunblaðsins, skoðaði tölvupóst blaðamanns sem hætti á blaðinu undir lok september. Blaðamannafélag Íslands hefur verið upplýst um málið. 7.10.2009 05:15
Endurtekið efni í stefnuræðu „Endurreisn bankanna er nú loks á lokastigi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á mánudagskvöld. Hún hefur sagt þetta áður. 7.10.2009 05:00
Upptaka heimil í leigubílum Heimilt er að koma fyrir myndbandsupptökuvélum í leigubílum svo framarlega sem farþegar eru varaðir við því að upptaka sé í gangi. Þetta kemur fram í svari Persónuverndar við fyrirspurn frá leigubílafyrirtækinu Hreyfli-Bæjarleiðum. 7.10.2009 04:30
Fagmenn gagnrýna Guð blessi Ísland Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixsonar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaðamennsku, miðað við það sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. 7.10.2009 04:00
Stóriðjan leggi sitt af mörkum Er það til of mikils mælst að stóriðjufyrirtæki og stórnotendur raforku greiði lágt auðlindagjald eins og allir aðrir? Að þessu spyr Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í aðsendri grein um orku- og auðlindagjöld í Fréttablaðinu í dag. 7.10.2009 03:30
Freista þess að bera klæði á vopnin Þingflokkur Vinstri grænna mun funda seinnipartinn í dag, eftir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, kemur til landsins af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 7.10.2009 03:00
Smáhækkun í september Raungengi krónunnar hækkaði um 1,2 prósent í september á mælikvarða hlutfallslegs neysluverðs, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. 7.10.2009 02:30
Lögguníðingur löngu kominn Karlmaðurinn sem hefur verið í endurkomubanni í fimm ár, eftir árás á tvo lögreglumenn á Laugavegi á síðasta ári, hafði dvalið hér svo mánuðum skipti áður en lögregla handtók hann. 7.10.2009 02:00
Horfa til aukinnar nýtingar Írar ráða yfir 650 þúsund ferkílómetra svæði undir sjávarmáli, því mesta í Evrópusambandinu. 7.10.2009 02:00
Hefja störf í næstu viku Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði í gær þrjá nýja saksóknara við embætti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. Þremenningarnir munu hefja störf fyrir embættið 15. október næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 7.10.2009 02:00
Rannsóknir á hendi lögreglu Lögregla fer með eftirlit með útlendingum hér á landi og tekur í tilviki EES-borgara ákvörðun um frávísun þeirra, ef tilefni til afskipta rís innan sjö sólarhringa frá komu til landsins. 7.10.2009 01:30
Nektardansinn verði bannaður Frumvarp þingmanna úr fjórum flokkum gerir ráð fyrir að nektardans verði með öllu bannaður. 7.10.2009 01:00
Verksmiðja sem breytir mengun í eldsneyti rís í Svartsengi Byltingarkennd verksmiðja, sem breytir útblæstri jarðgufuvirkjana og álvera í metanól, verður reist í Svartsengi og verður fyrsta skóflustunga tekin í næstu viku. 6.10.2009 18:42
Borgin krefst hærri arðgreiðslna Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að borgarstjóri hafi sent fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórnum B-hluta fyrirtækja borgarinnar bréf þar sem farið er þess á leit að fyrirtækin skili eigendum sínum auknum arði á næsta ári. Hún segir um sé að ræða orkuskatt meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 6.10.2009 16:37
185 ökumenn myndaðir í Hafnarfirði Brot 185 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðarvegi í dag af lögreglunni. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í suðurátt, sunnan Arnarnesvegar. 6.10.2009 19:28
Reykjavíkurborg verðlaunuð Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna Eurocities fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Verðlaun samtakanna eru í flokknum nýsköpun (Innovation) og er Reykjavíkurborg ein þriggja borga sem tilnefndar eru í þessum flokki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 6.10.2009 19:08
Nýr veðurgagnagrunnur tekinn í notkun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opnar í dag nýtt vefsvæði sem hlotið hefur nafnið Gagnatorg veðurupplýsinga. Á Gagnatorginu má með einföldum hætti nálgast allar veðurathuganir Veðurstofu Íslands sem skráðar eru í gagnagrunna hennar. Þessar athuganir taka til meira en 200 veðurstöðva víðsvegar um landið og ná í sumum tilvikum allt aftur til ársins 1931 að því er segir í tilkynningu en það eru fyrirtækin Reiknistofa í veðurfræði / Belgingur og DataMarket sem standa að þróun og rekstri Gagnatorgsins. 6.10.2009 16:51
Ragna skipar þrjá saksóknara Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur skipað þau Arnþrúði Þórarinsdóttur, Björn Þorvaldsson og Hólmstein Gauta Sigurðsson í embætti saksóknara við embætti sérstaks saksóknara. Þau hefja störf 15. október við hlið Ólafs Þór Haukssonar, sérstaks saksóknara. 6.10.2009 15:40
Undirbúningur Gerplu tók lengri tíma en gert var ráð fyrir Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að víxla frumsýningardögum á leikritinu Gerplu og söngleiknum Oliver!. Til stóð að Gerpla yrði jólasýning leikhússins en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag var það slegið af. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að ástæðan sé sú að undirbúningur Gerplu hafi tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir og þess vegna óskaði leikstjórinn Baltasar Kormákur eftir lengri undirbúningstíma. 6.10.2009 15:37