Innlent

Hefja störf í næstu viku

Ragna Árnadóttir
Ragna Árnadóttir

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði í gær þrjá nýja saksóknara við embætti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. Þremenningarnir munu hefja störf fyrir embættið 15. október næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Þau sem skipuð voru heita Arnþrúður Þórarinsdóttir, aðstoðar­saksóknari hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, og Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari embættis sérstaks saksóknara.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×