Innlent

Smáhækkun í september

Raungengi krónunnar hækkaði um 1,2 prósent í september á mælikvarða hlutfallslegs neysluverðs, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans.

„Síðastliðna 12 mánuði hefur raungengið lækkað um 18 prósent. Sé breytingin skoðuð á ársfjórðungsgrunni er þróunin sú að gengið lækkaði um 2,4 prósent á þriðja ársfjórðungi frá fyrri ársfjórðungi, en sé hlutfallslegur launakostnaður notaður í stað hlutfallslegs neysluverðs hefur gengið lækkað um 0,7 prósent," segir í Hagsjánni.

Bent er á að raungengið hafi ekki hækkað í hálft ár þar til í september. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×