Innlent

Utandagskrárumræður og fyrirspurnir

Tvennar utandagskrárumræður verða á þingfundi í dag.

Annars vegar verður rætt um nýtingu orkulinda til orkufreks iðnaðar og stöðugleikasáttmálann og hins vegar um stöðu heimilanna.

Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki, fer fram á fyrrgreindu umræðuna og verður Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra til andsvara. Guðmundur Steingrímsson, Framsóknarflokki, er málshefjandi í síðarnefndu umræðunni og verður félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason, til andsvara.

Þingfundurinn hefst klukkan hálf tvö á óundirbúnum fyrirspurnartíma.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×