Fagmenn gagnrýna Guð blessi Ísland 7. október 2009 04:00 Birgir Guðmundsson Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixsonar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaðamennsku, miðað við það sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. Þá er það mjög óheppilegt fyrir blaðamennsku því það hræðir aðra hugsanlega viðmælendur frá fréttamönnum, segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. „Fyrir það fyrsta eru almennar siðareglur í blaðamennsku og það gildir líka um heimildarmyndagerð, sem kveða á um að þú látir fólk vita ef það er í viðtali," segir Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði. „Síðan geta verið undantekningar, til dæmis þegar notuð er falin myndavél. En þá þurfa að vera ákveðin skilyrði, eins og að ekki sé hægt að fá upplýsingarnar með hefðbundnum aðferðum. Einnig að þetta sé skipulagt fyrirfram og menn viti hvað þeir ætla að fá fram," segir Birgir. Hann tekur fram að hann tali almennt, því hann hefur ekki séð myndina. Helgi Felixson hefur kynnt mynd sína á sjónvarpsstöðvum og sýnt þar myndbrot sem eru tekin upp án vitundar viðmælenda.Hann hefur viðurkennt að ganga á bak orða sinna, það er brotið samkomulag við viðmælendur. Helgi heldur því fram að viðmælendur hans í myndinni hafi einnig brotið samkomulag við aðra. Jónas Kristjánsson segist andvígur aðferðum á borð við þær sem Helgi notar, þær gangi gegn viðurkenndum hefðum blaðamennskunnar. „Hann er bara að auðvelda sér vinnuna á líðandi stund. Svo fréttist þetta út og þegar næsti maður ætlar að gera svona heimildarmynd lendir sá í vandræðum því allir eru orðnir fullir af efasemdum og hræddir. Hann er því að spilla bæði fyrir sjálfum sér en sérstaklega fyrir öðrum kvikmyndagerðarmönnum og blaðamönnum með því að gera svona," segir Jónas. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, vill ekki fjalla um aðferðir Helga fyrr en hún hefur séð myndina. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, kemur fram í myndinni óafvitandi. Hann vill ekki ræða vinnubrögð Helga, en segir þau koma á óvart. „Miðað við brotið sem við höfum séð af okkar þætti í myndinni er maðurinn ekki að gera það sem hann sagðist ætla að gera," segir hann. Hafliði Helgason, aðstoðarmaður Bjarna Ármannssonar, vildi ekki tala um hlut Bjarna í myndinni og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson, en þeir Bjarni eru viðmælendur Helga í myndinni. klemensfrettabladid.is Jónas Kristjánsson Ásgeir Friðgeirsson Helgi Felixson Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixsonar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaðamennsku, miðað við það sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. Þá er það mjög óheppilegt fyrir blaðamennsku því það hræðir aðra hugsanlega viðmælendur frá fréttamönnum, segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. „Fyrir það fyrsta eru almennar siðareglur í blaðamennsku og það gildir líka um heimildarmyndagerð, sem kveða á um að þú látir fólk vita ef það er í viðtali," segir Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði. „Síðan geta verið undantekningar, til dæmis þegar notuð er falin myndavél. En þá þurfa að vera ákveðin skilyrði, eins og að ekki sé hægt að fá upplýsingarnar með hefðbundnum aðferðum. Einnig að þetta sé skipulagt fyrirfram og menn viti hvað þeir ætla að fá fram," segir Birgir. Hann tekur fram að hann tali almennt, því hann hefur ekki séð myndina. Helgi Felixson hefur kynnt mynd sína á sjónvarpsstöðvum og sýnt þar myndbrot sem eru tekin upp án vitundar viðmælenda.Hann hefur viðurkennt að ganga á bak orða sinna, það er brotið samkomulag við viðmælendur. Helgi heldur því fram að viðmælendur hans í myndinni hafi einnig brotið samkomulag við aðra. Jónas Kristjánsson segist andvígur aðferðum á borð við þær sem Helgi notar, þær gangi gegn viðurkenndum hefðum blaðamennskunnar. „Hann er bara að auðvelda sér vinnuna á líðandi stund. Svo fréttist þetta út og þegar næsti maður ætlar að gera svona heimildarmynd lendir sá í vandræðum því allir eru orðnir fullir af efasemdum og hræddir. Hann er því að spilla bæði fyrir sjálfum sér en sérstaklega fyrir öðrum kvikmyndagerðarmönnum og blaðamönnum með því að gera svona," segir Jónas. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, vill ekki fjalla um aðferðir Helga fyrr en hún hefur séð myndina. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, kemur fram í myndinni óafvitandi. Hann vill ekki ræða vinnubrögð Helga, en segir þau koma á óvart. „Miðað við brotið sem við höfum séð af okkar þætti í myndinni er maðurinn ekki að gera það sem hann sagðist ætla að gera," segir hann. Hafliði Helgason, aðstoðarmaður Bjarna Ármannssonar, vildi ekki tala um hlut Bjarna í myndinni og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson, en þeir Bjarni eru viðmælendur Helga í myndinni. klemensfrettabladid.is Jónas Kristjánsson Ásgeir Friðgeirsson Helgi Felixson
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira