Fagmenn gagnrýna Guð blessi Ísland 7. október 2009 04:00 Birgir Guðmundsson Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixsonar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaðamennsku, miðað við það sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. Þá er það mjög óheppilegt fyrir blaðamennsku því það hræðir aðra hugsanlega viðmælendur frá fréttamönnum, segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. „Fyrir það fyrsta eru almennar siðareglur í blaðamennsku og það gildir líka um heimildarmyndagerð, sem kveða á um að þú látir fólk vita ef það er í viðtali," segir Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði. „Síðan geta verið undantekningar, til dæmis þegar notuð er falin myndavél. En þá þurfa að vera ákveðin skilyrði, eins og að ekki sé hægt að fá upplýsingarnar með hefðbundnum aðferðum. Einnig að þetta sé skipulagt fyrirfram og menn viti hvað þeir ætla að fá fram," segir Birgir. Hann tekur fram að hann tali almennt, því hann hefur ekki séð myndina. Helgi Felixson hefur kynnt mynd sína á sjónvarpsstöðvum og sýnt þar myndbrot sem eru tekin upp án vitundar viðmælenda.Hann hefur viðurkennt að ganga á bak orða sinna, það er brotið samkomulag við viðmælendur. Helgi heldur því fram að viðmælendur hans í myndinni hafi einnig brotið samkomulag við aðra. Jónas Kristjánsson segist andvígur aðferðum á borð við þær sem Helgi notar, þær gangi gegn viðurkenndum hefðum blaðamennskunnar. „Hann er bara að auðvelda sér vinnuna á líðandi stund. Svo fréttist þetta út og þegar næsti maður ætlar að gera svona heimildarmynd lendir sá í vandræðum því allir eru orðnir fullir af efasemdum og hræddir. Hann er því að spilla bæði fyrir sjálfum sér en sérstaklega fyrir öðrum kvikmyndagerðarmönnum og blaðamönnum með því að gera svona," segir Jónas. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, vill ekki fjalla um aðferðir Helga fyrr en hún hefur séð myndina. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, kemur fram í myndinni óafvitandi. Hann vill ekki ræða vinnubrögð Helga, en segir þau koma á óvart. „Miðað við brotið sem við höfum séð af okkar þætti í myndinni er maðurinn ekki að gera það sem hann sagðist ætla að gera," segir hann. Hafliði Helgason, aðstoðarmaður Bjarna Ármannssonar, vildi ekki tala um hlut Bjarna í myndinni og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson, en þeir Bjarni eru viðmælendur Helga í myndinni. klemensfrettabladid.is Jónas Kristjánsson Ásgeir Friðgeirsson Helgi Felixson Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixsonar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaðamennsku, miðað við það sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. Þá er það mjög óheppilegt fyrir blaðamennsku því það hræðir aðra hugsanlega viðmælendur frá fréttamönnum, segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. „Fyrir það fyrsta eru almennar siðareglur í blaðamennsku og það gildir líka um heimildarmyndagerð, sem kveða á um að þú látir fólk vita ef það er í viðtali," segir Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði. „Síðan geta verið undantekningar, til dæmis þegar notuð er falin myndavél. En þá þurfa að vera ákveðin skilyrði, eins og að ekki sé hægt að fá upplýsingarnar með hefðbundnum aðferðum. Einnig að þetta sé skipulagt fyrirfram og menn viti hvað þeir ætla að fá fram," segir Birgir. Hann tekur fram að hann tali almennt, því hann hefur ekki séð myndina. Helgi Felixson hefur kynnt mynd sína á sjónvarpsstöðvum og sýnt þar myndbrot sem eru tekin upp án vitundar viðmælenda.Hann hefur viðurkennt að ganga á bak orða sinna, það er brotið samkomulag við viðmælendur. Helgi heldur því fram að viðmælendur hans í myndinni hafi einnig brotið samkomulag við aðra. Jónas Kristjánsson segist andvígur aðferðum á borð við þær sem Helgi notar, þær gangi gegn viðurkenndum hefðum blaðamennskunnar. „Hann er bara að auðvelda sér vinnuna á líðandi stund. Svo fréttist þetta út og þegar næsti maður ætlar að gera svona heimildarmynd lendir sá í vandræðum því allir eru orðnir fullir af efasemdum og hræddir. Hann er því að spilla bæði fyrir sjálfum sér en sérstaklega fyrir öðrum kvikmyndagerðarmönnum og blaðamönnum með því að gera svona," segir Jónas. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, vill ekki fjalla um aðferðir Helga fyrr en hún hefur séð myndina. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, kemur fram í myndinni óafvitandi. Hann vill ekki ræða vinnubrögð Helga, en segir þau koma á óvart. „Miðað við brotið sem við höfum séð af okkar þætti í myndinni er maðurinn ekki að gera það sem hann sagðist ætla að gera," segir hann. Hafliði Helgason, aðstoðarmaður Bjarna Ármannssonar, vildi ekki tala um hlut Bjarna í myndinni og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson, en þeir Bjarni eru viðmælendur Helga í myndinni. klemensfrettabladid.is Jónas Kristjánsson Ásgeir Friðgeirsson Helgi Felixson
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira