Innlent

Horfa til aukinnar nýtingar

Írar ráða yfir 650 þúsund ferkílómetra svæði undir sjávarmáli, því mesta í Evrópusambandinu.

Að því er írska ríkisútvarpið greinir frá kom fram á ráðstefnu um rannsóknir á sjávarbotni Íra að þar á landi sé horft til stóraukinnar nýtingar auðlinda hafsins og sjávarbotnsins.

Ávinningur fyrir írska hagkerfið gæti numið milljörðum evra. Ráðstefnan hófst í gær og lýkur í dag.

Til samanburðar má nefna að lögsaga Íslands nemur 758 þúsund ferkílómetrum innan tvö hundruð mílna lögsögunnar og sjávarbotn nálægt milljón ferkílómetrum. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×