Fleiri fréttir

Lét fjórtán ára stúlku fróa sér

Tuttugu og þrigga ára karlmaður var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi norðurlands eystra fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Hann var einnig dæmdur til greiðslu 200.000 króna í miskabætur til fórnarlambsins.

Viðgerð lokið á Álftanesi

Viðgerð er lokið á kaldavatnslögn á Álftanesi sem bilaði um tvöleytið í dag og hefur vatni verið hleypt aftur á, samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Fékk að kaupa krónur sem Svíi en ekki sem Íslendingur

Íslendingur skipti í dag erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur án nokkurrar fyrirhafnar þar sem hann talaði sænsku en átti í meiri vandræðum með það sem Íslendingur. Í hvert sinn sem Íslendingar kaupa gjaldeyri, þurfa þeir að framvísa flugmiða og viðskipti þeirra eru umsvifalaust skráð niður á viðkomandi einstakling með því að tengja kennitölu hans við viðskiptin.

Forsætisráðherra brýndi mikilvægi ESB fyrir þingheimi

„Mér heyrist að háttvirtur þingmaður beri mikla virðingu fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf þannig að við skulum vona að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að þessi stjórn sitji áfram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag.

Búast við mikilvægum áfanga á föstudag

Enn er stefnt að því að kröfuhafar í gömlu bönkunum eignist hluti í nýju ríkisbönkunum eða eignist þá alla. Þetta sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í upphafi þingfundar í dag. Gylfi gerir ráð fyrir að töluverður áfangi náist við endurreisn bankakerfisins í vikulok.

ASÍ staðfestir stöðugleikasáttmálann

Víðtæk samstaða er innan Alþýðusambands Íslands um bæði niðurstöðu samningsaðila sem og gerð stöðuleikasáttmálans milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar sem gerður var 25. júní síðastliðinn.

Lokað fyrir kalda vatnið

Loka þurfti fyrir kalda vatnið í Bessastaðarhreppi þegar grafið var í aðalkaldavatnsæð klukkan tuttugu mínútur í tvö í dag. Unnið er að viðgerð og mun það taka einhverja klukkutíma.

Reyndi að brjótast inn vopnaður dúkahníf

Maður vopnaður dúkahníf reyndi að brjótast inn hjá Terr Security öryggisþjónustunni á Hverfisgötu um klukkan sjö í morgun. Stefán Stefánsson, starfsmaður fyrirtækisins, hafði samband við fréttastofu eftir að hafa lesið frétt um ótta íbúa við innbrot á Vísi.

Meiri ótti við innbrot en áður

Ríflega helmingur íbúa, eða um 56%, telur innbrot vera mesta vandamálið í sínu hverfi, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallp gerði fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Segir ríkisborgaraprófin mismuna á margan hátt

„Þegar ráðuneyti segir að prófin eigi að vera hjálpartæki fyrir innflytjendur til að aðlaga sig en ekki sía, þá fellur það náttúrulega um sjálft sig," segir Ingibjörg Hafstað, yfirmaður íslenskukennslu í Alþjóðahúsinu. Hún er afar óánægð með ríkisborgaraprófin í íslensku sem lögð voru fyrir í fyrsta sinn í júní og ætlar að fá þá sem féllu til að kæra prófin.

Óttast var um menn á Þingvallavatni

Lögreglunni á Selfossi barst aðstoðarbeiðni rétt fyrir klukkan sex á laugardag vegna tveggja manna sem höfðu farið á bát út á Þingvallavatn frá landi Miðfells um hádegið.

Lítið barn féll tvo metra

Barn á öðru ári féll tvo metra af svefnlofti niður á gólf í sumarbústað í landi Úthlíðar í Biskupstungum í morgun. Barnið var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala til skoðunar. Barnið mun hafa hlotið höfuðhögg en meiðslin eru ekki talin alvarleg.

Um 6% söluaukning á nautakjöti í júní

Alls seldust 320 tonn af nautakjöti í nýliðnum júnímánuði, sem er 5,9% aukning miðað við júní í fyrra. Undanfarna 12 mánuði hafa selst 3.640 tonn af nautakjöti og er það 2,1% samdráttur frá árinu á undan, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Landssambands kúabænda. Innflutningur á nautakjöti hefur dregist verulega saman að undanförnu. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa verið flutt inn 49 tonn af nautakjöti, á móti 197 tonnum á sama tímabili í fyrra.

Stíft fundað um Icesave

Stíft var fundað um Icesave málið á Alþingi í morgun. Haldin var sameiginlegur fundur í efnhags- og skattanefnd og fjárlaganefnd klukkan hálf níu en um klukkan hálf ellefu kom utanríkismálanefnd saman.

Nærri fjórðungur atvinnulausra á aldrinum 16-24

Rúmlega 3500 manns á aldrinum 16-24 ára eru skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Það er um 23% prósent af heildarfjölda atvinnulausra samkvæmt nýjustu tölum frá því í lok júní. Námsmenn sem unnið hafa að minnsta kosti þrjá mánuði í fyrra eiga rétt á 25% atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi mælist nú 8,1% en rúmlega fimmtán þúsund og fimm hundruð manns eru á atvinnleysisskrá.

Bólusetningarlyf gegn H1N1 munu kosta allt að 400 milljónum

Áætlað er að kostnaður við kaup á bólusetningarlyfjum gegn svínaflensu verði á bilinu 300 - 400 milljónir að sögn sóttvarnarlæknis. Keyptir verða um þrjú hundruð skammtar en búist er við að bólusetja þurfi hvern einstakling tvisvar.

Á batavegi eftir flugslys

Karlmaðurinn sem komst lífs af þegar Cessna flugvél brotlenti í Vopnafirði 2. júlí síðastliðinn er á batavegi og var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi, að sögn vakthafandi læknis þar. Flugvélin sem brotlenti var af gerðinni Cessna 180 og var fjögurra sæta einkaflugvél. Annar karlmaður, sem var um borð í vélinni lést í slysinu.

Bjarni svarar Össuri fullum hálsi

„Það er skýlaus stefna utanríkisráðherra að hafa þarna hús sem ekki verður opið almenningi. Ég mun berjast á móti henni," segir Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður Framsóknar í samtali við fréttastofu. Hann og Össur Skarphéðinsson hafa munnhöggvist á opinberum vetvangi eftir að Valhöll á þingvöllum brann, en þeir eru á öndverðum meiði um framtíð Valhallarreitsins.

Útvarpsgjaldið innheimt með nýjum hætti í næsta mánuði

Um næstu mánaðamót munu allir skattskyldir einstaklingar fá sendan innheimtuseðil vegna útvarpsgjaldsins í fyrsta skipti, samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið sem samþykkt voru árið 2007, en áður höfðu eigendur sjónvarpstækja og útvarpstækja greidd af hendi útvarpsgjöldin.

Áfram tekist á um ESB í dag

Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður áfram til umræðu í þinginu í dag á þingfundi sem hefst klukkan 15. Þá er ályktunartillaga stjórnarandstöðunnar um undirbúning mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu jafnframt á dagskrá.

Tankarnir komnir til Vopnafjarðar

Norski flutningapramminn, sem flutti tíu mjölgeyma HB Granda úr Örfirisey í Reykjavík, kom til nýrrar heimahafnar geymanna í Vopnafirði í gærkvöldi.

Strandveiðibátar í erfiðleikum

Tveir litlir strandveiðibátar lentu í erfiðleikum suður af landinu í gær. Stýrið datt af öðrum þegar hann var á Eldeyjarbanka og sótti björgunarbátur frá Grindavík hann og dró til hafnar.

Ók á staur á Akureyri

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Fiskitanga við höfnina á Akureyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á ljósastaur og braut hann niður.

Tvennt slasaðist í bílveltu

Tvennt slasaðist töluvert, en þó ekki lífshættulega, þegar jeppi fólksins valt á Mývatnsöræfum undir kvöld í gær. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri.

Talið að helmingur þjóðarinnar muni smitast af svínaflensu

Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar.

Virkjanir í Þjórsá ein af forsendum stöðugleikasáttmálans

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að virkja verði í neðri hluta Þjórsár ef þær framkvæmdir sem gefin eru fyrirheit um í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda eigi að verða að veruleika. Í sáttmálanum segi að öllum hindrunum í vegi framkvæmda eigi að ryðja burt fyrir 1. nóvember.

Formlegar viðræður gætu hafist í febrúar

Formlegar viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu gætu hafist í febrúar á næsta ári samþykki Alþingi tillögu ríkisstjórnarinnar um að ganga til viðræðna. Utanríkisráðherra vill að fulltrúar allra stjórnmálahreyfinga og hagsmunaaðila komi að samningaferlinu.

Hitamet féllu ekki í Reykjavík

Óvenjuleg veðurblíða hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og raunar víðast á sunnan og vestanverðu landinu. Á Kjalarnesi og Hjarðarlandi í Biskupstungum hafa hitamælar verið að slá í 23 stig.

Össur vill að Bjarni hugsi

Hótel Valhöll er nú rústir einar eftir brunann í fyrradag. Húsið fuðraði upp á örskömmum tíma og mildi þykir að ekki urðu slys á fólki. Hótelrekstur hefur verið í Valhöll frá árinu 1898 en það var flutt á núverandi stað skömmu fyrir Alþingishátíðina árið 1930.

Villtust í stuttbuxum á Sólheimajökli

Þrír menn villtust á göngu sinni við Sólheimajökul í gærkvöld. Tveir þeirra voru illa búnir á stuttbuxum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli segir að mennirnir hafi verið í símasambandi en þeim var orðið kalt. Mennirnir komu heilir höldnu niður.

Afar þung umferð til Reykjavíkur

Umferð til Reykjavíkur hefur verið að þyngjast síðustu tvo klukkutíma. Lögreglan á Selfossi segir að á milli Hveragerðis og Selfoss sé bíll við bíl en umferðin miði þó vel áfram. Að sögn lögreglunnar á Akranesi hefur umferð á þjóðveginum í grennd við bæjarfélagið þyngst mikið eftir því sem liðið hefur á daginn en þrátt fyrir það hefur hún gengið stóráfallalaust fyrir sig.

Allir mælar sýndu meira en 20 stiga hita

Einar Sveinbjörnsson, verðurfræðingur, segir að allir tiltækir mælar á höfuðborgarsvæðinu hafi klukkan 14 sýnt að minnsta kosti 20 gráður á celsíus utan Straumsvíkur þar sem hit var 17 gráður. Á bloggsíðu sinni segir að þetta sé ekki algeng upplifun á höfuðborgarsvæðinu.

Óvíst hvort að hótel rísi á nýjan leik á Þingvöllum

Óvíst er hvort hótel verður reist á Þingvöllum á nýjan leik eftir að Hótel Valhöll brann til grunna. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að allar framkvæmdir þar yrðu að bíða betri tíma. Hún sagði ljóst að eitthvað yrði í framtíðinni gert á Þingvöllum, en ekki væri sjálfgert að það yrði á sama stað eða að þar yrði hótelrekstur.

Skoðun Ragnheiðar óbreytt - er hlynnt aðildarviðræðum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er hlynnt aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hún hyggst ekki gefa ekki upp hvaða tillögu hún styður fyrir enn að loknum umræðum um um málið á þingi.

Landsmóti UMFÍ slitið

Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem fór fram um helgina á Akureyri var slitið eftir hádegi í dag þegar Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti Íþróttabandalagi Akureyrar, sigurvegurum mótsins, bikar. Mótið þótti takast einkar vel upp en að auki hefur veður verið afar gott fyrir norðan.

Óvíst hvað Birgitta gerir verði tillaga Bjarna felld

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, ætlar að styðja tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Hún hefur hins vegar ekkert sagt um það hvernig hún greiðir atkvæði um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Norrænir guðir yfirtaka Eden

Iðavellir heitir setur norrænnar goðafræði, sem hefur verið opnað í Hveragerði þar sem áður var Eden.

Svínaflensan komin til Færeyja

Svínaflensan er komin til Færeyja. Fyrir helgi voru sýni tekin úr öllum börnum og starfsfólki leiksskóla í bænum Hoyvík en faðir barns á leikskólanum hefur greinst með flensuna. Þeir sem boðaðir voru í sýnatöku voru beðnir að koma ekki inn á Landssjúkrahúsið vegna smithættu. Þess í stað voru sýnin tekin úr fólki úti á bílastæði að því er fram kemur í færeyskum fjölmiðlum.

Gagnrýnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins

Dögg Pálsdóttir lögmaður sem bauð sig fram til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu alþingiskosningum, gagnrýnir flokkinn fyrir að leggja til að farið verði í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Málningu skvett á hús Steingríms

Blóðrauðri málningu var skvett á heimili Steingríms Wernerssonar í nótt. Þetta er í fimmta sinn sem eignaspjöll eru unnin á heimilum auðmanna eftir bankahrunið.

Framsóknarmenn vilja aðildarviðræður

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stefnu flokksins í Evrópumálum skýra. Hún kveði á um aðildarviðræður um hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hún segir þó ljóst að innan Framsóknarflokksins sé einnig andstæða við slíkar viðræður. Siv var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Róleg nótt hjá lögreglu

Nóttin virðist hafa verið róleg hjá lögreglu víða um land. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti þó í tvígang að hafa afskipti af fólki á Hafnargötu í Reykjanesbæ vegna slagsmála. Einn var handtekinn í kjölfarið fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglumanna. Þá handtók lögregla ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum amfetamíns.

Öryrkjum hefur fjölgað um 8000 á 10 árum

Öryrkjum hefur fjölgað um rúmlega 8000 á 10 árum. Mun fleiri konur en karlar eru skráðar öryrkjar. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar, þingsmanns Sjálfstæðisflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir