Innlent

Landsmóti UMFÍ slitið

Mótið var formlega sett á íþróttaleikvanginum á Hamri á föstudagskvöld. Myndin er tekin af vef UMFÍ.
Mótið var formlega sett á íþróttaleikvanginum á Hamri á föstudagskvöld. Myndin er tekin af vef UMFÍ.
Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem fór fram um helgina á Akureyri var slitið eftir hádegi í dag þegar Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti Íþróttabandalagi Akureyrar, sigurvegurum mótsins, bikar. Mótið þótti takast einkar vel upp en að auki hefur veður verið afar gott fyrir norðan.

„Þetta er búið að ganga mjög vel. Við erum alsæl með hvernig tiltókst og þökkum því góðan undirbúning og frábærum þátttakendum," sagði Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, í samtali við fréttastofu.

Landmótið hófst á fimmtudaginn og voru yfir 2000 þátttakendur skráðir til leiks. Mótið var formlega sett á íþróttaleikvanginum á Hamri á föstudagskvöld. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra fluttu ávörp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×