Innlent

Tvennt slasaðist í bílveltu

Tvennt slasaðist töluvert, en þó ekki lífshættulega, þegar jeppi fólksins valt á Mývatnsöræfum undir kvöld í gær. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri. Skömmu síðar valt annar jeppi skammt frá slysstaðnum. Þar meiddist ein kona en fékk að fara heim eftir aðhlynningu á heilsugæslustöðinni á Húsavík. Ekki er vitað um tildrög þess að jepparnir ultu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×